fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Persónuvernd, velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Ríkisendurskoðun meðal stofnana ársins

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 15. maí 2019 21:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valið á Stofnun ársins 2019 var kynnt við hátíðlega athöfn á Hilton Nordica fyrr í dag en titlana Stofnun ársins og Fyrirmyndarstofnun hljóta þær stofnanir sem þykja skara fram úr að mati starfsmanna. Valið er byggt á svörum rúmlega 10 þúsund starfsmanna í einni stærstu vinnumarkaðskönnun landsins.

Stofnanir ársins 2019 eru Frístundamiðstöðin Tjörnin, Menntaskólinn á Tröllaskaga, Persónuvernd, Skrifstofa velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Ríkisendurskoðun.

Hástökkvarar ársins eru Skrifstofa Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra.

 

Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu stendur fyrir könnuninni um Stofnun ársins og voru niðurstöður kynntar á Hilton hótel Nordica að viðstöddu fjölmenni fyrr í dag. Könnun meðal félagsmanna er unnin í samstarfi Sameykis, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og VR, sem mun kynna niðurstöður sínar síðar.  Gallup sér um framkvæmd könnunarinnar sem er stærsta reglulega vinnumarkaðskönnun sem framkvæmd er hér á landi og var úrtakið tæplega 50.000 manns.

Könnunin  gefur mikilvægar upplýsingar um stöðu starfsmanna á vinnumarkaði. Í henni eru þátttakendur spurðir út í níu þætti í starfsumhverfinu þ.e. trúverðugleika stjórnenda, starfsanda, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleika í starfi,  sjálfstæði í starfi, ímynd stofnunar, ánægju og stolt og jafnrétti. Markmiðið með að velja  fyrirmyndarstofnanir er að hvetja stjórnendur að gera vel í starfsmannamálum og að auka umræðu um aðbúnað og líðan starfsmanna á vinnustöðum. Það er von okkar að könnunin nýtist stjórnendum og starfsmönnum sem best.

Niðurstöður könnunarinnar sýna að heildareinkunn hefur almennt hækkað örlítið á undanförnum árum. Þá hefur álag og streita í starfsumhverfi einnig aukist að mati starfsmanna undanfarin ár. Það sem vekur hvað mesta athygli nú er að þátturinn sem mælir tilfinningu starfsmanna fyrir jafnrétti á vinnustöðum tekur nú stóran kipp upp á við. Því má eflaust þakka vitundarvakningu um jafnréttismál, til dæmis í tengslum við #metoo og beinna aðgerða á vinnustöðum svo sem innleiðingu jafnlaunastaðals, tilraunaverkefnum um styttingu vinnuvikunnar og fleiru. Ánægja með launakjör skorar enn lægst allra þátta og er vert að vekja athygli á því í ljósi þess að nú standa yfir kjarasamningsviðræður við viðsemjendur Sameykis.

Eftirfarandi stofnanir hljóta titilinn Stofnun ársins og Stofnun ársins – borg og bær en þeim er skipt niður eftir stærð stofnunarinnar.

Stofnun ársins borg og bær

  • Stofnun ársins – Borg og bær í flokki stærri stofnana (50 starfsmenn og fleiri) er Frístundamiðstöðin Tjörnin með einkunnina 4,453.
  • Stofnun ársins – Borg og bær í flokki minni stofnana (færri en 50 starfsmenn) er Skrifstofa velferðarsviðs Reykjavíkurborgar með einkunnina 4,352.
  • Titilinn Hástökkvari fær sú stofnun sem hækkar sig mest á milli ára. Í ár er það Skrifstofa velferðarsviðs Reykjavíkurborgar sem hlýtur þann titil.

Stofnun ársins – ríki, sjálfseignarstofnanir o.fl.

  • Stofnun ársins í flokki stærri stofnana (50 starfsmenn eða fleiri) er Ríkisendurskoðun með einkunnina 4,449.
  • Stofnun ársins í flokki meðalstórra stofnana (20-49 starfsmenn) er Menntaskólinn á Tröllaskaga með einkunnina 4,738.
  • Stofnun ársins í flokki minni stofnana (færri en 20 starfsmenn) er Persónuvernd með einkunnina 4,648.
  • Titilinn Hástökkvari fær sú stofnun sem hækkar sig mest á milli ára. Í ár hlýtur þann titil Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra.

Í flokknum Stofnun ársins – borg og bær fá að auki fjórar stofnanir í hvorum flokki titilinn Fyrirmyndarstofnun:

 

  • Fyrirmyndarstofnanir í flokki stærri stofnana eru ásamt Frístundamiðstöðinni Tjörninni:  Norðlingaskóli, Frístundamiðstöðin Gufunesbær, Laugarnesskóli og Orkuveita Reykjavíkur.
  • Fyrirmyndarstofnanir í flokki minni stofnana ásamt Skrifstofu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar eru: Aðalskrifstofa Akranesskaupstaðar, Borgarsögusafn Reykjavíkur, Listasafn Reykjavíkur og Félagsþjónustusvið Seltjarnarness.

Í flokknum Stofnun ársins fá að auki fjórar stofnanir í hvorum flokki titilinn Fyrirmyndarstofnun:

  • Fyrirmyndarstofnanir í flokki stærri stofnana eru ásamt Ríkisendurskoðun, Reykjalundur, Fjölbrautaskólinn við Ármúla, Ríkisskattstjóri og Skógræktin.
  • Fyrirmyndarstofnanir í flokki meðalstórra stofnana ásamt Menntaskólanum á Tröllaskaga, Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum, Einkaleyfastofan, Menntaskólinn að Laugarvatni og Samkeppniseftirlitið.
  • Fyrirmyndarstofnanir í flokki minni stofnana eru ásamt Persónuvernd: Héraðsdómur SuðurlandsJafnréttisstofaGeislavarnir ríkisins og Lögreglan í Vestmannaeyjum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þykir miður að kaupin á TM hafi orðið umdeild

Þykir miður að kaupin á TM hafi orðið umdeild
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum
EyjanPennar
Fyrir 5 dögum

Kristrún: „Þjóðin gerir kröfu um árangur“

Kristrún: „Þjóðin gerir kröfu um árangur“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ásakanir um lýðskrum og óráðsíu gengu á víxl á fundi borgarstjórnar og spurt hvort enginn viti hversu margir milljarðar eru farnir

Ásakanir um lýðskrum og óráðsíu gengu á víxl á fundi borgarstjórnar og spurt hvort enginn viti hversu margir milljarðar eru farnir