fbpx
Sunnudagur 22.september 2019  |
Eyjan

Ágúst Ólafur hjólar í nýja þjóðhagsspá: „Í hvaða heimi eru menn eiginlega?“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 10. maí 2019 19:00

Ágúst Ólafur hefur verið í leyfi frá þingstörfum á meðan hann sækir áfengismeðferð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er mjög fróðlegt að fara yfir þessa spá sem verður að teljast vera óskaspá frekar en raunhæf spá,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, í færslu á Facebook-síðu sinni.

Ágúst fjallar þar um nýja þjóðhagsspá Hagstofunnar sem kom út í morgun en spáin tekur til áranna 2019 til 2024. Nokkur athyglisverð atriði koma fram og þannig er til dæmis reiknað með 0,2 prósenta samdrætti í vergri landsframleiðslu í ár frá fyrra ári, einkum vegna minnkun útflutnings. Á næsta ári mun hagkerfið vaxa um 2,6 prósent og áfram út spátímann.

Á næsta ári er spáð 2,4 prósenta vexti í einkaneyslu, 2,8 prósenta árið 2020 en á bilinu 2,5 til 3 prósent árin á eftir. Þá er gert ráð fyrir 3,4 prósenta verðbólgu í ár og 3,2 prósenta á næsta ári. Nánari atriði um spána má sjá með því að smella á þennan hlekk.

Ágúst Ólafur er þeirrar skoðunar að spáin sé fremur óraunhæf og dregur hann fram nokkra punkta máli sínu til stuðnings:

„1. Nú er spáð fyrsta samdrættinum á landsframleiðslunni síðan 2010 í hagkerfinu. Samdráttur á að vera 0,2% á árinu 2019 en þegar við ræddum síðustu fjármálaáætlun í fyrra var gert ráð fyrir 2,8% hagvexti fyrir 2019 í febrúarspá 2018. Viðsnúningurinn er alger. Nú hefur það ræst sem við sögðum í fyrra þegar við gagnrýndum ríkisstjórnina fyrir að gera ráð fyrir 14 ára samfleyttum hagvexti sem hefur aldrei gerst síðan Ísland byggðist.

2. Strax á næsta ári er spáð svipuðum hagvexti og var áður gert ráð fyrir eða 2,6% í stað 2,8% (í raun er gert ráð fyrir svipuðum hagvexti næstu 5 árin og hafði verið spáð). Að mínu mati eru mjög litlar líkur að það gerist enda eru miklar blikur á lofti. Nægir þar að nefna frekari áhrif gjaldþrots WOW, loðnubrestur, kjarasamningar, óvisst olíuverð, hærri flugfargjöld o.s.frv. Í svona árferði má ætla að fólk og fyrirtæki haldi að sér höndum í neyslu, ráðningum og fjárfestingum.

3. Áhrif „lífskjarasamninga“ eru nánast engin á verðlag að mati Hagstofunnar og segir það sína sögu um þá. Almennt séð hafa launhækkanir „lífskjarasamninganna“ nánast engin áhrif á nýja þjóðhagsspá og framlagða fjármálaætlun frá því í mars og segir það einnig sína sögu um innihald þessara samninga sem eru frá því í apríl.

4. Spáð er nánast sama atvinnuleysi og áður var gert ráð fyrir og er það einnig talsverð óskhyggja að mínu mati. Einungis í mars urðu 1.600 manns atvinnulaus (til viðbótar við þau 6.900 manns sem voru atvinnulaus fyrir í landinu ). Það er eins og allir á Ísafirði hefðu orðið atvinnulaus á einu bretti. Mikil óvissa er í ferðaþjónustu og víðar en t.d. eru enn tæplega 3.000 manns sem vinna í bönkum á Íslandi sem er ekki líklegt að haldist til lengri tíma m.a. vegna breytinga í fjármálaþjónustu.

5. Gert er ráð fyrir nánast engum breytingum á verðbólgu frá fyrri spá. Á næsta ári er spáð að verðbólgan verði 3,2% í stað 3,3% í fyrri spá. Ég myndi ekki setja mikinn pening á að sú spá rætist.

6. Gert er ráð fyrir engum breytingum á gengi krónunnar næstu árin. Engum! Hér verð ég bara að spyrja í hvaða heimi menn eru eiginlega? Ekkert OECD ríki hefur upplifað eins miklar sveiflur í raungengi gjaldmiðilsins síns eins og Ísland hefur gert undanfarin 15 ár. Síðustu 12 mánuði hefur gengi krónunnar veikst um 13% en þumalputtareglan er að bara sú lækkun krónunnar myndi þýða 4% aukningu á verðbólgu.

7. Gert er ráð fyrir nánast engum breytingum á olíuverði næstu árin þrátt fyrir Íran, Venesúela, Trump á twitter, breytta neytendahegðun o.s.frv.

8. Samneyslan (neysla hins opinbera) er lækkuð milli áætlana og er það þvert á yfirlýsingar sumra ráðherra um að hér bæri að auka samneyslu frekar en hitt.

9. Ætli eina spáin sem rætist verði einmitt sú að þessi þjóðhagsspá rætist ekki…“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Logi skilinn

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Lífskjör eldri borgara á Íslandi þau bestu í heimi

Lífskjör eldri borgara á Íslandi þau bestu í heimi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjáðu hvað fjármagnseigendur „græða“ samkvæmt fjárlagafrumvarpinu -„Ofboðslega óréttlátt – ríkisstjórn ríka fólksins“

Sjáðu hvað fjármagnseigendur „græða“ samkvæmt fjárlagafrumvarpinu -„Ofboðslega óréttlátt – ríkisstjórn ríka fólksins“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Steinar greinir siðblindu

Jón Steinar greinir siðblindu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Framsókn leggur til leyfisskyldu á jarðakaupum – Forsenda fyrir eignarhaldi verði skilgreind tengsl við Ísland

Framsókn leggur til leyfisskyldu á jarðakaupum – Forsenda fyrir eignarhaldi verði skilgreind tengsl við Ísland
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Hvaða gagn gerir siðanefnd Alþingis ef þingmenn taka ekki nokkurt mark á henni?“

„Hvaða gagn gerir siðanefnd Alþingis ef þingmenn taka ekki nokkurt mark á henni?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Peningaþvætti í spilakössum á Íslandi að stórum hluta á ábyrgð ríkisins – Yfirvöld grípa í taumana

Peningaþvætti í spilakössum á Íslandi að stórum hluta á ábyrgð ríkisins – Yfirvöld grípa í taumana
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu línuritið um Ísland sem rataði ekki í kynningargögnin um OECD skýrsluna: „Hreint djöfullegt – Hvílík skömm!“

Sjáðu línuritið um Ísland sem rataði ekki í kynningargögnin um OECD skýrsluna: „Hreint djöfullegt – Hvílík skömm!“