fbpx
Sunnudagur 25.október 2020
Eyjan

Össur um orkupakkann: Sigmundur, Miðflokksmenn og Frosti ruddu brautina

Egill Helgason
Föstudaginn 19. apríl 2019 15:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Á degi krossfestingarinnar er einkar vel til fundið hjá miðli allra landsmanna – Stundinni – að rifja upp að þegar Sigmundur Davíð var forsætisráðherra þá virtist hann hugfanginn af þriðja orkupakkanum. Honum lá amk. svo á að taka hann upp í íslensk lög að hann barði gegnum Alþingi samþykkt á einum mikilvægasta hluta pakkans – löngu áður en hann var tekinn upp í EES samninginn.

Jafnvel okkur ræflunum sem vorum þó bæði hlynnt orkupakka og Evrópusambandi þótti nóg um asann. En þetta var á þeim dögum þegar núverandi formaður Miðflokksins átti löng samtöl við Breta, m.a.s. sjálfan David Cameron, forsætisráðherra Breta, um sölu á raforku um streng til Bretlands.“

Svona hefst pistill sem Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, birtir á Facebook í dag. Þar tekur hann Sigmund Davíð Gunnlaugsson, Miðflokksmennina Þorstein Sæmundsson og Gunnar Braga Sveinsson, og Frosta Sigurjónsson, einn aðalhvatamann Orkunnar okkar, til bæna – eða er það ekki viðeigandi orðalag á páskum. Pistill Össurar birtist undir yfirskriftinni Orkupakkinn og krossfestingin.

Össur heldur áfram:

„Í Bretlandi bjuggust menn reyndar við að Sigmundur myndi boxa Cameron út af Icesave, og fjölmiðlar urðu undrandi á því hversu vel fór á með þeim í Íslandsheimsókn Camerons. Þar slitnaði ekki slefan á milli. Breskir fjölmiðlar gátu þess að hann hefði farið viðurkenningarorðum um Davíð Cameron sem “guðföður” tengslahóps norðurevrópskra ríkja. Gárungar veltu fyrir sér hvort nóg væri að menn hétu Davíð til að íslenski forsætisráðherrann fengi á þeim pólitíska ást.

Athyglisverðast við þröngvun núv. formanns Miðflokksins á mikilvægri löggjöf orkupakkans gegnum þingið var að hún laut einmitt að orkusölu um streng til útlanda. Þar var bókstaflega talað um að taka þyrfti mið af “raunhæfum sviðsmyndum” um orkusölu.

Þessu greiddu atkvæði bæði Sigmundur Davíð, Gunnar Bragi Sveinsson, Þorsteinn Sæmundsson – sem allir eru þingmenn Miðflokksins í dag. Meira að segja helsti baráttumaður gegn orkupakkanum í dag, Frosti Sigurjónsson, gerði það líka. Hann hefur sem kunnugt er stofnað sérstök samtök gegn orkupakkanum sem hann studdi þó á þessum degi.“

Össur minnir svo á að Vinstri græn hafi verið á móti orkupakkanum þar til flokkurinn fór í ríkisstjórn. Flokkurinn hafi lagt fram tillögu um breytingu á orðalagi sem Framsóknarmenn þess tíma, undir forystu Sigmundar, hafi hafnað:

„VG var sem kunnugt er á móti orkupakkanum þangað til flokkurinn fór í ríkisstjórn. Á þessum tíma lagði því VG fram tillögu um að fella að minnsta kosti burt orðalag um stuðning við raforkusölu um streng til útlanda.

Sigmundur kallinn Davíð hafnaði því og greiddi atkvæði á móti. Hann studdi semsagt að hafa inni ákvæði um “raunhæfar sviðsmyndir” um orkusölu til útlanda. Ekki bara hann. Allir núverandi þingmanna Miðflokksins sem þá sátu á Alþingi voru sama sinnis. Meira að segja heiðursmaðurinn og samviska góðra Framsóknarmanna, Frosti Sigurjónsson, greiddi atkvæði gegn brottfellingunni

Í þá daga sat Sigmundur á hjali við breskan forsætisráðherra um möguleika á því að selja rafmagn til Bretlands. Í dag hentar það Miðflokknum að berjast gegn orkupakkanum af því hugsanlega nær hann útá það að tína til sín einhver atkvæði frá Sjálfstæðisflokknum. Svona eru íslensk stjórnmál í dag.

Það breytir engu um þá staðreynd, að það var Sigmundur Davíð og hans menn í Miðflokknum sem ruddu brautina fyrir orkupakkann. Þeir brutu ísinn, og innleiddu úr honum stóra hlúnka löngu áður en þess var þörf.

Þetta er hollt að rifja upp á degi krossfestingarinnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Leví: „Við því segi ég: Bull“

Björn Leví: „Við því segi ég: Bull“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Alvotech fær níu milljarða í aukið hlutafé

Alvotech fær níu milljarða í aukið hlutafé
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sjáðu þegar jarðskjálftinn reið yfir Alþingi

Sjáðu þegar jarðskjálftinn reið yfir Alþingi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurjón segir þau vera verstu ráðherrana – „Ömurlegt viðhorf sem sýnir illan hug“

Sigurjón segir þau vera verstu ráðherrana – „Ömurlegt viðhorf sem sýnir illan hug“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Flóðbylgja bréfatkvæða og flóknar og mismunandi reglur í bandarísku forsetakosningunum

Flóðbylgja bréfatkvæða og flóknar og mismunandi reglur í bandarísku forsetakosningunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sólveig ræddi launaþjófnað í Silfrinu – Samtök atvinnulífsins á móti sektarákvæðum

Sólveig ræddi launaþjófnað í Silfrinu – Samtök atvinnulífsins á móti sektarákvæðum