fbpx
Sunnudagur 22.september 2019  |
Eyjan

Skipulag sem bendir í skynsama átt

Egill Helgason
Föstudaginn 12. apríl 2019 22:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavík var skipulögð með einkabílinn að leiðarljósi áður en bifreiðaeign varð útbreidd eða almenn. Þetta sést á ljósmyndum frá  því upp úr miðbiki 20. aldar, það er búið að leggja vegina en bílarnir eru ekki komnir. Reyndar var hvíslað á sínum tíma að bílaumboðin hefðu passað upp á sína hagsmuni. Altént var þá líka hugmyndin að rífa mestallan gamla bæinn og malbika yfir.

Það var talsvert síðar að alþýða manna eignaðist bíla – og seinna varð þetta samgöngutæki svo algengt að meira að segja nemendur fara á bíl í skólann. Þegar ég var í menntaskóla á áttunda áratugnum átti einn nemandi í mínum árgangi bíl. Hann var reyndar nokkuð eldri en hinir krakkarnir – hafði fallið tvívegis var sagt.

Nú eru stæðin við skólann hér við hliðina á troðfull á hverjum degi. En maður sér líka að hægt er að stjórna bifreiðanotkuninni. Það er dýrt að leggja hér í miðborginni – og það sýnist manni að aftri sumum nemendum frá því að koma á bíl í skólann.

Upp á því hefur verið stungið að setja gjaldskyldu í stæði við háskólana tvo, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík – örugglega myndi það eitthvað draga úr álaginu vegna bílaumferðar á stofnæðum. Það mætti jafnvel útfæra þetta með þeim hætti að þeir sem fjölmenna í bíl – koma þrír eða fleiri sama í bifreið hafi forgang og fái ódýrari og betri stæði.

En svo er auðvitað löngu kominn tími til að skipuleggja borgina út frá því sjónarmiði að bílum fækki, rétt eins og skipulag sjöunda áratugarins bauð upp á fjölgun bifreiða. Samsetning nýrrar byggðar í Skerjafirði bendir í þá átt. Hún er þétt, einkabílnum verður ekki úthýst en það er verulega þrengt að honum (eða má maður nota það orðalag án þess að einhver brjálist?).

Þörfin til að eigabíl fyrir íbúa þessa hverfis ætti heldur ekki að vera svo mikil. Stutt er að ganga eða hjóla þaðan á tvo stærstu vinnustaði Íslands, Háskóla Íslands og Landspítalann. Háskólinn í Reykjavík er líka stutt frá. Og það er ekki langt að fara í miðborgina. Það sem helst þvælist fyrir eru flugbrautir. Þéttleikinn ætti að bjóða upp á möguleika á þjónustu sem ekki þrífst í hverfum þar sem byggðin er dreifðari.

En þarna er skipulagt miðað við framtíð sem er óhjákvæmileg – að bílum fækki og við förum að nota þá á skynsamari hátt.

Miklabraut kringum 1960. Fjögurra akreina gatan er tilbúin, en það vantar ennþá bílana.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Logi skilinn

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Lífskjör eldri borgara á Íslandi þau bestu í heimi

Lífskjör eldri borgara á Íslandi þau bestu í heimi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjáðu hvað fjármagnseigendur „græða“ samkvæmt fjárlagafrumvarpinu -„Ofboðslega óréttlátt – ríkisstjórn ríka fólksins“

Sjáðu hvað fjármagnseigendur „græða“ samkvæmt fjárlagafrumvarpinu -„Ofboðslega óréttlátt – ríkisstjórn ríka fólksins“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Steinar greinir siðblindu

Jón Steinar greinir siðblindu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Framsókn leggur til leyfisskyldu á jarðakaupum – Forsenda fyrir eignarhaldi verði skilgreind tengsl við Ísland

Framsókn leggur til leyfisskyldu á jarðakaupum – Forsenda fyrir eignarhaldi verði skilgreind tengsl við Ísland
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Hvaða gagn gerir siðanefnd Alþingis ef þingmenn taka ekki nokkurt mark á henni?“

„Hvaða gagn gerir siðanefnd Alþingis ef þingmenn taka ekki nokkurt mark á henni?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Peningaþvætti í spilakössum á Íslandi að stórum hluta á ábyrgð ríkisins – Yfirvöld grípa í taumana

Peningaþvætti í spilakössum á Íslandi að stórum hluta á ábyrgð ríkisins – Yfirvöld grípa í taumana
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu línuritið um Ísland sem rataði ekki í kynningargögnin um OECD skýrsluna: „Hreint djöfullegt – Hvílík skömm!“

Sjáðu línuritið um Ísland sem rataði ekki í kynningargögnin um OECD skýrsluna: „Hreint djöfullegt – Hvílík skömm!“