fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Kynningarfundur um vopnaburð – fyrir hverja?

Egill Helgason
Föstudaginn 5. apríl 2019 16:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir fjöldamorðin skelfilegu í Christchurch á Nýja Sjálandi 15. mars, sagði í leiðara í The Economist að nú þyrfti að líta á hryðjuverk hvítra þjóðernissinna sem alþjóðlega ógn. Hryðjuverkamaðurinn hefði verið einn að verki en hann væri hluti af hreyfingu sem teygði anga sína út um allan heim. Hugmyndirnar á bak við verknaðinn hefðu náð mikilli útbreiðslu.

Maður getur ekki annað en skoðað í þessu ljósi námskeið sem á að fara fram á Grand hótelinu um helgina. Þar verður meðal annars kynntur „vopnaburður“– nokkuð sem okkur Íslendingum frekar framandi, sem betur fer. Þetta orð er beinlínis notað í kynningu á fundinum, en þangað koma fulltrúar frá fyrirbæri sem nefnis European Security Academy.

Þessi grein í Stundinni vekur mann til umhugsunar. hverjir eru það sem standa að þessu námskeiði? Hverjir ætla að sækja það? Og til hvers?

Fréttablaðið reyndi að grafast fyrir hverjir standa á bak við þetta en forsvarsmaður námskeiðsins neitaði að gefa upp nafn sitt. Það er ekki traustvekjandi. Myndin hér að ofan er úr kynningarefni frá European Security Academy. Lítur ekki beint út fyrir að vera eitthvað sem við viljum fá hingað til lands.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega