fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Ólafur fékk skammir fyrir að kalla Dómkirkjuna „almenningsnáðhús“ – „Kirkjan opin öllum“ segir prestur

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 19. mars 2019 17:30

Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, fékk yfir sig hneykslunarhróp frá þingmönnum er hann í óundirbúnum fyrirspurnartíma beindi spurningum til Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur, dómsmálaráðherra, um hverju það sætti að útgjöld vegna hælisleitenda hefðu farið tveimur milljörðum framúr þeim þremur milljörðum sem fjárlög hefðu gert ráð fyrir og til hvaða aðgerða hún hygðist grípa. RÚV greindi frá.

Þórdís svaraði því til að málið yrði skoðað og kallað yrði eftir upplýsingum frá Útlendingastofnun.

Þá spurði Ólafur Þórdísi hvort hún deildi áhyggjum sínum yfir því að Reykjavíkurborg hefði leyft „tjaldbúðirnar“ á Austurvelli undir mótmæli hælisleitenda og að æðstu menn Þjóðkirkjunnar hefðu staðið fyrir því að breyta Dómkirkju landsins „í almenningsnáðhús“.

Upphófst þá mikil hneykslun vegna orðavals Ólafs: „Skammarlegt“ – „ja hérna“ – „hvers konar spurningar eru þetta“ er meðal þess sem heyra mátti.

Þórdís svaraði því til að sem betur fer hafi engin afskipti lögreglu þurft til, og að það væri stjórnarskrárbundinn réttur fólks að mótmæla. Í gildi væru vissar reglur sem öllum bæri að fylgja, en það væri rétt að Reykjavíkurborg hefði veitt tilskilin leyfi.

Kirkjan opin öllum á opnunartíma

Séra Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni, ákallaði sjálft almættið er blaðamaður Eyjunnar sagði honum af ummælum Ólafs í dag. Sagði Sveinn að ekki væri gert upp á milli ferðamanna, Íslendinga eða hælisleitenda sem þyrftu að kasta af sér vatni:

„Kirkjan var ekki opnuð sérstaklega fyrir einn né neinn, en ég get auðvitað ekki neitað neinum aðgangi meðan kirkjan er opin, enda tekur kirkjan ekki neina afstöðu. Meðan kirkjan er opin er kirkjan opin öllum. Ég var reyndar sjálfur erlendis þegar þetta kemur upp, en þetta er opinbert hús og ef kirkjuvörður er viðstaddur og fólk þarf að nota salernið, þá leyfum við það, skárra væri það nú,“

sagði séra Sveinn, en hælisleitendur sem mótmæltu á Austurvelli fengu að nota salerni Dómkirkjunnar þegar svara þurfti kalli náttúrunnar. Höfðu hælisleitendur áður leitað í Dómkirkjuna þegar þeir voru beittir piparúða af lögreglu og hlotið aðhlynningu.

Snýst ekki um náðhús

Ólafur Ísleifsson sagði við Eyjuna að málið snerist ekki um neitt náðhús:

„Þetta snýst um að það sé gengið svona langt til að koma til móts við þetta fólk. Og að slík viðbrögð gætu kallað yfir okkur aukinn fjölda með tilheyrandi kostnaði sem annars mætti nota til að styrkja heilbrigðiskerfið og aðra innviði.“

Aðspurður hvort Ólafur amaðist sérstaklega við því að hælisleitendur hefði nýtt sér salernisaðstöðu Dómkirkjunnar í mótmælunum á Austurvelli, sagðist hann enga sérstaka skoðun hafa á því:

„Ég hef enga afstöðu til þess, ég var bara velta því upp, þetta er nú sjálf dómkirkja landsins, að hún skuli vera opnuð sérstaklega í þessu skyni. Ég furða mig líka á viðveru æðstu manna þjóðkirkjunnar í þessum mótmælum, ef satt reynist,“

sagði Ólafur, en sagðist hann hafa heyrt því fleygt að biskup hefði sést á mótmælunum.

Ekki sama um fólk í neyð

Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, staðfesti við Eyjuna að hún hafi verið við mótmælin á mánudag, en tjáði sig ekki um ummæli Ólafs að öðru leyti:

„Já ég stóð álengdar fjær á Austurvelli í ca. klukkutíma síðastliðinn mánudag til að sýna hælisleitendum að mér og kirkjunni er ekki sama um fólk í neyð.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki