fbpx
Fimmtudagur 30.mars 2023
Eyjan

ADHD lyf og akstur – engin hætta!

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 14. mars 2019 19:00

Vilhjálmur Hjálmarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Hjálmarsson, varaformaður ADHD samtakanna ritar:

„Vegna umræðna sem spunnist hafa út frá innleggi í lokuðum Facebook spjallhópi fullorðinna einstaklinga með ADHD og rötuðu jafnframt á fréttavef DV 6. mars síðast liðinn er nauðsynlegt að árétta nokkur atriði er varða ADHD lyf og hæfni einstaklinga til að stjórna ökutæki. Undir eðlilegum kringumstæðum á einstaklingur sem tekur örvandi ADHD lyf samkvæmt læknisráði ekki á hættu að vera sviptur ökuréttindum, enda mælist magn virka efnisins í blóðsýni ekki yfir eðlilegum mörkum. Engu breytir þó um ræði meiraprófsréttindi. Hér er átt við eftirfarandi lyf: Rítalin, Rítalín Uno, Medikinet, Medikinet CR, Concerta (og samheitalyf), Attentin og Elvanse. Sama gildir reyndar um Strattera (og samheitalyf), Wellbutrin og Modafinil/Modiodal, þó virku efnin í þeim séu ekki örvandi.

Ástæða þess að lyfin eru (flest) merkt með rauðum þríhyrningi tengist einfaldlega mögulegum aukaverkunum sem lýsa sér í svima, sjóntruflunum, syfju eða álíka. Fyrir flesta kemur strax í ljós hvort þetta eigi við og þá um leið augljóst að viðkomandi teljist vart hæf/ur til að setjast undir stýri. Vinnubrögð lögreglu og dómstóla endurspegla þetta og hafa gert til margra ára. Jafnframt skal ítrekað að ekki er gerð krafa um að einstaklingur hafi dags daglega í fórum sínum vottorð frá lækni þar að lútandi, hvað þá afrit af lyfjaskírteini. Öðru máli gegnir ef fyrir hendi er grunur um misnotkun sömu lyfja og/eða annarra vímugjafa, enda teljist líkur á að viðkomandi sé ekki í ökuhæfu ástandi. Það breytir þó engu um að viðkomandi þarf ekki að hafa í fórum sínum vottorð eða lyfjaskírteini til að sýna fram á lögmæta notkun lyfja. Þeim upplýsingum má hæglega framvísa á meðan rannsókn stendur yfir og/eða fyrir rétti. Ítrekað skal að um langa hríð hefur vinnulag lögreglu og dómstóla endurspeglað þetta, þó vissulega megi annað skilja ef einstakar lagagreinar eru túlkaðar án frekara samhengis. Eftir að hafa kynnt mér frekar tilefni fyrrnefndra skoðanaskipta í lokuðum spjallhópi á Facebook – sem síðar rötuðu á fréttasíðu DV – tel ég óhætt að fullyrða að almennt talað hafi engin breyting orðið hér á.“

Vilhjálmur Hjálmarsson, varaformaður ADHD samtakanna

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Heimir spyr hvers vegna við erum ekki að ræða mál málanna – „Hér er fólk í hálfgerðri ánauð“

Heimir spyr hvers vegna við erum ekki að ræða mál málanna – „Hér er fólk í hálfgerðri ánauð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þetta fá stjórnarmenn bankanna í laun – Arion banki borgar langbest en Íslandsbanki verst

Þetta fá stjórnarmenn bankanna í laun – Arion banki borgar langbest en Íslandsbanki verst
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir efnhagslífið vera sjóðheitt og að Seðlabankinn verði að bregðast við

Segir efnhagslífið vera sjóðheitt og að Seðlabankinn verði að bregðast við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tólfta stýrivaxtahækkunin staðreynd

Tólfta stýrivaxtahækkunin staðreynd
Eyjan
Fyrir 1 viku

Atvinnurekendur og launafólk ræða um aðgerðir gegn verðbólgunni

Atvinnurekendur og launafólk ræða um aðgerðir gegn verðbólgunni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Umdeild þingkona leggur til að Bandaríkjunum verði skipt í tvennt

Umdeild þingkona leggur til að Bandaríkjunum verði skipt í tvennt