fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Krafist afsagnar Sigríðar: „Réttarfarslegt öngþveiti“ – „Stjarnfræðilegur“ kostnaður – „Fullt tilefni til að vantreysta dómsmálaráðherra“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 12. mars 2019 10:55

Sigríður Á. Andersen,

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrskurður Mannréttindadómstóll Evrópu í morgun er sagður vera kjörið tækifæri fyrir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, til að segja af sér embætti, ef marka má samfélagsmiðla. Þá hefur Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagt að Sigríður beri ábyrgðina í málinu:

„Vantraust á dómsmálaráðherra, vegna Landsréttarmálsins, var lagt fram á þingi fyrir réttu ári. Það er rétt að minna á það í ljósi frétta morgunsins,“

segir Logi á Facebook.

„Það er ekki bara undirstofnun sem tók þessa ákvörðun heldur er þetta hún sjálf sem gerir það. Hún getur ekki skýlt sér á bakvið neitt annað. Hún ber ábyrgð á þessu og við sjáum ekki fyrir hvað þetta mun kosta okkur miklar fjárhæðir,“

segir Helga Vala við RÚV og bætir um betur á Facebook:

„Jæja, dómsmálaráðherra, Alþingi, Hæstiréttur…. síðast en ekki síst Landsréttur. Þetta er orðið passlegt. Sé kollega mína tala um réttarfarslegt öngþveiti… hvernig ætlar dómsmálaráðherra og ríkisstjórnin í heild að tala niður alvarleika þessara gjörða Sigríðar Á Andersen?“

Stjarnfræðilegur kostnaður

Dómar Landsréttar til þessa eru sagðir í uppnámi í kjölfar úrskurðarins. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir þetta kosta ríkið heilmikla peninga:

„Þetta þýðir ekki að dómararnir séu nú búnir að missa dómarasæti sitt. Þetta þýðir líklega að allir dómar sem þeir dómarar kveða upp verði háðir endurupptökuskilyrðum og bótaskyldu. Kostnaður hins opinbera við þessu er stjarnfræðilegur út starfsævi þessara dómara.“

Tilefni til vantrausts

Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir dóminn gefa fullt tilefni til að vantreysta ráðherranum:

„Dómsmálaráðherra braut stórkostlega 6. grein mannréttindasáttmálans sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Þetta er mjög stórt mál og varðar trúverðugleika dómskerfisins en einnig gefur dómurinn fullt tilefni til að vantreysta dómsmálaráðherra enn frekar og reyndar ríkisstjórninni sem hefur varið dómsmálaráðherrann vantrausti.“

Oddný birtir einnig ræður forsætisráðherra og þingmanna VG frá því þegar vantrauststillaga í garð dómsmálaráðherra var felld fyrir ári síðan:

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra:

,,Bent var á nauðsyn þess að skoða sérstaklega hvort rannsóknarreglu stjórnsýslulaga hefði verði fylgt. Það var spurt um þá ráðgjöf sem hæstv. ráðherra hefði sótt sér. Það gerði ég sjálf á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Það kom fram hjá hæstv. ráðherra að hún vísaði til eigin mats eins og hún hefur gert síðan þannig að þetta eru ekki nýjar upplýsingar í málinu.“

Oddný:„En hvorki þetta né dómur hæstaréttar breytti nokkru að mati forsætisráðherra sem lýsti trausti sínu til dómsmálaráðherra.“

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir:

,,Herra forseti. Vinstri græn tóku undir forystu Katrínar Jakobsdóttur sæti í ríkisstjórn vitandi af því að Hæstiréttur gæti staðfest niðurstöðu héraðsdóms. Það hefur verið margrætt af okkar hálfu. Níu þingmenn Vinstri grænna meta það svo að ríkisstjórnarsamstarfið sé undir ef vantraust verður samþykkt. Við myndum líta þannig á ef málið sneri að okkur, annað er einföldun á pólitíkinni að mínu mati.“

Oddný: „Lýsir trausti svo að ríkisstjórnin falli ekki!“

Lilja Rafney Magnúsdóttir:

,,Ég mun greiða atkvæði gegn tillögunni. Hún snýst nefnilega ekki um dómsmálaráðherra eingöngu heldur í raun um ríkisstjórnina í heild. (Gripið fram í: Nei.) Ég var og er ósátt við þau embættisverk dómsmálaráðherra á síðasta ári sem eru undirrót þessarar tillögu. Það hefur ekki breyst. Hér er hins vegar verið að fjalla um tillögu um vantraust og þar gilda önnur sjónarmið. Það er alveg ljóst að skaðinn er skeður. Þegar er búið að vinna þau embættisverk sem eru ástæða þessarar umræðu. Það var gert í síðustu ríkisstjórn landsins, fyrir síðustu kosningar. Ef vantrauststillagan verður samþykkt getur tvennt gerst; annaðhvort að ráðherrann fari og nýr dómsmálaráðherra taki við. En hvað mundi þá gerast? Breytist eitthvað? (Gripið fram í: Já.) Ætti nýi ráðherrann að skipa nýja dómara og setja hina af? Hvernig er það gert? Ljóst er að samþykkt tillögunnar leysir þess vegna engan efnislegan vanda. 
Hitt sem gæti gerst væri að Sjálfstæðisflokkurinn yfirgæfi ríkisstjórnina og þar með væri hún úr sögunni. Vil ég aðra ríkisstjórn án alþingiskosninga, aðra en ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur? Mitt svar er nei. Þegar við Vinstri græn gengum til þessa ríkisstjórnarsamstarfs lá ljóst fyrir að við myndum ekki hafa neitt um ráðherraval samstarfsflokka okkar að segja fremur en þeir um okkar. Það hefur ekkert breyst efnislega frá því að ákvörðun um að ganga í þetta ríkisstjórnarsamstarf var tekin.“

Oddný: „Þarf nokkuð að hafa fleiri orð um stefnufestu Vg í þessu máli?“

Fær stuðning VG áfram

Gunnar Smári Egilsson, sósíalistaforingi, telur ekki að Sigríður muni segja af sér, hún njóti ennþá trausts hjá VG:

„Sjálfstæðisflokkurinn mun því ekki sætta sig við þennan dóm, heldur hefja undirbúning að því að brjóta niður þá vörn sem almenningur hefur af mannréttindadómstól Evrópu. Sanniði til. Sigríður Andersen, sem margsinnis hefur sýnt að henni er ekki treystandi til að fara með vald, mun sitja sem fastast og halda áfram að vinna gegn almennum mannréttindum (öðrum en eignarétti hinna ofsaríku). Og VG mun styðja hana áfram.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus