fbpx
Föstudagur 03.apríl 2020
Eyjan

Halldór í Holti hvetur fólk til að segja sig úr Flokki fólksins og ganga til liðs við Miðflokkinn

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 25. febrúar 2019 11:34

samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Gunnarsson, fyrrverandi sóknarprestur í Holti og einn stofnenda Flokks Fólksins, hvetur fólk til að fylgja Ólafi Ísleifssyni og Karl Gauta Hjaltasyni, frá Flokki fólksins og yfir í Miðflokkinn. Þetta segir hann í aðsendri grein sinni í Morgunblaðinu í dag.

Halldór segist hafa beitt sér fyrir því að Ólafur og Karl Gauti hafi verið fengnir til að leiða lista Flokks fólksins í Reykjavík.

„Taldi ég nauðsynlegt að styrkja framboðið með sterkum og vel kynntum einstaklingum til framboðs og beitti ég mér fyrir því að fá til liðs við okkur dr. Ólaf Ísleifsson hagfræðing og Karl Gauta Hjaltason, fyrrverandi sýslumann í Vestmannaeyjum, sem leiddu lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og í Suðurkjördæmi.“

Sá árangur sem Flokkur fólksins náði í Alþingiskosningunum 2017 segir Halldór að megi rekja til góðrar frammistöðu frambjóðenda, kosningastjóra, stuðningsmanna og: sérstakri frammistöðu formanns flokksins í sjónvarpinu kvöldið fyrir kosningar, með sínu „útspili“. “

Eftir kosningarnar voru það Ólafur og Karl Gauti, samkvæmt Halldóri, sem stóðu sig í stykkinu á nýkjörnu þingi. Þeim hefði svo ofboðið siðleysi Ingu Sæland þegar hún vildi hafna móttöku hækkaðra fjárframlaga til stjórnmálaflokka en samtímis þiggja þá fjármuni fyrir hönd Flokks Fólksins. Það hefði verið tilefni að fundi þeirra við Miðflokksmenn á barnum Klaustur, en sá fundur varð síðan frægur eftir að upptökur af samtali þingmannanna sex voru sendar fjölmiðlum til  umfjöllunar. Í kjölfarið af fundinum á Klausturbar var þeim Karli Gauta og Ólafi vikið úr flokknum og sátu þeir óháðir á þingi þar til þeir tilkynntu í síðustu viku að þeir myndu ganga til liðs við Miðflokkinn.

„Eftir þá uppákomu sem þar varð, hittu þeir Miðflokksmenn að loknum málflutningi á þingi, á umræddu veitingahúsi, þar sem ekkert var eftir þeim haft til hnjóðs og því síður að þeir ætluðu að ganga til liðs við Miðflokkinn. Af þessu óljósa tilefni var þeim vikið úr Flokki fólksins af formanni og meirihluta í sjö manna stjórn. Slíkur brottrekstur úr flokki á sér ekki fordæmi í lýðræðisríki!“

Halldór segir að það hafi verið skrifstofustjóri Alþingis, Helgi Bernódusson, sem hvatti þá Karl og Ólaf til að segja sig úr þingflokknum, og telur Halldór skrifstofustjóra hafa farið út fyrir verksvið sitt með því athæfi. Í greininni segir Halldór jafnframt að það hafi verið  hann sjálfur sem átti frumkvæðið að því að Karl og Ólafur gengu í Miðflokkinn.

„Þá óskaði ég eftir fundi með formanni Miðflokksins, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, til að ræða um hugsanlega komu þessara þingmanna til Miðflokksins með þau mál, sem þeir hefðu flutt á landsfundi flokksins. […] 

Því átti ég fundi með þeim Ólafi og Karli Gauta, þar sem ég hvatti þá til að ganga til liðs við Miðflokkinn og undirbúa það með kjósendum sínum að þeir myndu hefja nýja sókn með þeim flokki. Þeir tóku misvel undir það. Karl Gauti sagðist aldrei hafa hugsað sér annað en að vinna fyrir Flokk fólksins að þeim málum sem hann hefði borið fram og talað fyrir. Niðurstaða þeirra varð fyrst ljós 20. febrúar síðast liðinn um að þeir myndu vilja hefja nýja sókn með Miðflokknum á grundvelli samkomulags um málefnin.“

Að lokum bendir Halldór á að það séu kjósendur sem eiga stjórnmálaflokkana, en ekki formenn þeirra og svo skorar hann á kjósendur flokks fólksins að fylgja þeim Karli Gauta og Ólafi yfir í Miðflokkinn.

„Kjósendur flokksins eiga flokkinn með málefnunum, sem flutt eru hverju sinni af talsmönnum flokksins, en ekki formaður flokksins. Ólafur og Karl Gauti hafa einarðlega í ræðum og blaðagreinum fylgt eftir baráttumálum flokksins og því vil ég skora á kjósendur flokksins, að fylgja þessum tveimur frábæru þingmönnum til áframhaldandi baráttu innan Miðflokksins fyrir góðum málefnum til hagsbóta fyrir land og þjóð. 

Kjósendur flokksins eiga flokkinn með málefnunum en ekki formaður flokksins sem prókúruhafi. Ólafur og Karl Gauti hafa fylgt málefnunum. Fylgjum þeim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Þetta ætlar Hafnarfjarðarbær að gera vegna Covid 19 – Aðgerðir bæjarstjórnar samþykktar

Þetta ætlar Hafnarfjarðarbær að gera vegna Covid 19 – Aðgerðir bæjarstjórnar samþykktar
Eyjan
Í gær

Þingmaður Samfylkingarinnar segir erfitt að hlýða Víði – „Hlýðninni eru takmörk sett“

Þingmaður Samfylkingarinnar segir erfitt að hlýða Víði – „Hlýðninni eru takmörk sett“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tæplega 25.000 umsóknir vegna minnkaðs starfshlutfalls -„Sýnir að þessar aðgerðir sem við erum að grípa til eru að virka“

Tæplega 25.000 umsóknir vegna minnkaðs starfshlutfalls -„Sýnir að þessar aðgerðir sem við erum að grípa til eru að virka“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Útflutningsverðmæti fiskeldis í febrúar það næsthæsta frá upphafi – Mikil óvissa með framhaldið

Útflutningsverðmæti fiskeldis í febrúar það næsthæsta frá upphafi – Mikil óvissa með framhaldið