fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 13. febrúar 2019 21:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um þessar mundir er svonefnd kjördæmavika. Þá nýta þingmenn gjarnan tímann meðan þingið er í fríi til að ferðast um kjördæmi sitt og styrkja tengslin og tryggja atkvæðin. Mikil gleði hefur verið hjá hópnum og þingmenn og ráðherrar birt ótal myndir og myndskeið á Facebook-síðu flokksins.

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fer nú um landið allt í rútu og ætlar sér að heimsækja 50 bæi og ótal vinnustaði með tilheyrandi fundarhöldum á næstu vikum og mánuðum, samkvæmt dagskrá.  Fara þeir mikinn og leika við hvurn sinn fingur á samskiptamiðlum undir yfirskriftinni „Á réttri leið“.

Sjá nánar: Sjálfstæðisflokkurinn á „réttri leið“ um landið – Vill hitta þig á heimavelli

Endurgreiðslur Alþingis

Í þingflokki Sjálfstæðisflokksins eru 16 þingmenn. Einnig eru með í för aðstoðarmenn og bílstjóri.

Alþingi endurgreiðir allt uppihald þingmanna, gistingu og fæði, í ferðalagi sínu um landið, sé óskað eftir því.

Heimilt er að endurgreiða gistikostnað þingmanns í eigin kjördæmi þegar hann tengist boðuðum sameiginlegum fundi þingflokks eða kjördæmahóps, ferðist hann umfram 15 kílómetra frá heimili sínu eða starfsstöð, samkvæmt vef Alþingis. Þar segir einnig að heimilt sé að endurgreiða gistikostnað þingmanns í eigin kjördæmi, þegar „sérstaklega“ stendur á.

Verður því miðað við að allir í þingflokknum fái endurgreiddan gisti- og matarkostnað í öllum kjördæmum.

Þingmenn leggja sjálfir út fyrir kostnaði hverju sinni, en gegn framvísun kvittunar fá þeir endurgreiðsluna frá Alþingi. Engin takmörk eru á endurgreiðslum Alþingis svo vitað sé, þannig að ef þingmenn kjósa að kaupa dýrustu gistinguna sem í boði er og borða dýrindis veislumat á hverju kvöldi, fá þeir allt endurgreitt úr ríkissjóði.

Til að gæta sannmælis verður þó ekki miðað við slíkan flottræfilshátt í áætluðum kostnaði nú, heldur notast við slembimeðaltal.

Brynjar lætur fara vel um sig aftast í rútunni.

Áætlaður gistikostnaður

Ferðalag Sjálfstæðismanna byrjaði á sunnudaginn, þar sem brunað var á Laugarbakka, Sauðárkrók, Blönduós og Skagaströnd. Þaðan var síðan haldið áfram til austurs og er ráðgert að vera í Vík í Mýrdal á fimmtudag, sem er lokadagur ferðalagsins í bili. Aðrir þrír dagar bætast við þegar Sjálfstæðisflokkurinn fer til Vestfjarða og Vestmannaeyja í lok mars, en gera má ráð fyrir að þingmenn gisti í Reykjavík á ferðum sínum um Suðurlandið í millitíðinni.

Um er að ræða alls sjö gistinætur í þeirri jöfnu sem notast er við. Auðvitað er allur gangur því hverjir gista hvar og hvort allir í þingflokknum komi með í allar ferðir. Ferðalagið er þó auglýst á þann veg að um allan þingflokkinn sé að ræða og verða því allir taldir með, en tekið skal fram að um áætlaðan kostnað er að ræða.

Með slembi aðferðum má áætla að neðri mörk meðaltalskostnaðar á einni gistinótt fyrir fullorðinn utan við höfuðborgarsvæðið séu um 12.000 krónur nóttin.

Það gerir 192 þúsund krónur fyrir þingflokkinn allan í eina nótt, og alls rúmlega 1,3 milljónir fyrir sjö nætur.

Matur og drykkur (Vín ekki innifalið út af sottlu)

Gerum ráð fyrir að þingmennirnir borði tvær máltíðir á dag, hádegismat og kvöldverð, þar sem morgunverður er gjarnan innifalinn í gistiverði.

Áætlaður kostnaður við hverja máltíð er samkvæmt heimildarmönnum DV sem þekkja vel til slíkra ferða um 10 þúsund krónur á dag fyrir hvern þingmann, en vín er ekki reiknað inn í matarkostnaðinn, þar sem gert er ráð fyrir að alkóhól verði af skornum skammti í ljósi frétta af hvaða áhrif það hefur haft á þingmenn undanfarin misseri.

Fyrir 16 þingmenn er því matarkostnaður samtals um 160 þúsund krónur á dag, eða alls 1.120.000 milljón króna fyrir sjö daga.

Skandall eða hræbillegt ?

Skattgreiðendur á Íslandi þurfa því að greiða um 352,000 þúsund krónur á dag fyrir hringferð þingflokks Sjálfstæðisflokksins, að gefnum forsendum.

Miðað við sömu forsendur kosta þessir sjö dagar um 2.5 milljón, fyrir fæði og gistingu.

Vel fer um dómsmálaráðherra í lúxusrútunni

VIP-Faraskjóti

Þá ferðast Sjálfstæðisflokkurinn um landið í lúxus rútu frá Gray line, Volvo 9900, en þessi tegund er lýst sem VIP rútu og er flaggskip Volvo Bus. Í lýsingu á VIP rútunni segir:

„Allur aðbúnaður inn í rútunni er eins og best gerist, fjölstillanleg leðursæti fyrir farþeganna, borð og net fyrir tímarit á sætisbökum, gott pláss á milli sæta, tenglar fyrir hleðslu við hverja sætaröð. Gardínur og sólgardínur í gluggum, rafdrifnar topplúgur, DVD kerfi og tveir 19“ skjáir, loftkæling, tveir ískápar, lítil kaffiaðstaða með kaffikönnu og könnu fyrir heitt vatn, salerni o.m.fl.“

Sjálfstæðisflokkurinn greiðir fyrir leigu á rútunni og bílstjóra. En DV hefur ekki heimildir fyrir hversu mikið af þeim 178 milljónum sem flokknum var úthlutað úr ríkissjóði í ár fer í leigu á rútunni, laun og uppihald bílstjórans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt