fbpx
Föstudagur 03.apríl 2020
Eyjan

Verður Miðflokkurinn stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á þingi?

Egill Helgason
Sunnudaginn 10. febrúar 2019 12:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórhildur Sunna Ævarssdóttir, þingflokksformaður Pírata, Miðflokkurinn sé orðinn „fjórða hjólið“ undir ríkisstjórninni,  og að nýr meirihluti sé ekki bara að myndast í umhverfis- og samgöngunefnd heldur „víða annars staðar“.

Þetta er kannski ekki alveg nákvæmt. Það hefur svosem lengi lengið fyrir að ákveðinn samhljómur er milli Miðflokksins og vissa afla innan ríkisstjórnarinnar – sérstaklega hópa manna í Sjálfstæðisflokknum. Miðflokkurinn er klofningur úr Framsóknarflokki – og áherslur varðandi t.d. byggða- og landbúnaðarmál eru býsna keimlikar. Það hefur ekkert breyst.

Og Miðflokkurinn er andsnúinn aðild að ESB rétt eins og allir stjórnarflokkarnir. Og hann gerir nokkuð út á tortryggni gagnvart EES samningnum sem er að finna víða í stjórnarliðinu,

Þannig að málefnalegir snertifletir eru víða – og það er ekkert nýtt. Hins vegar eru afar litlir kærleikar milli þorra þingmanna úr stjórnarliðinu og Miðflokksins. Það á einkum við um Vinstri græn og Framsóknarflokkinn. Í raun hefur Klausturmálið fækkað möguleikum á því að mynda ríkisstjórn og þannig aukið líkurnar á að núverandi stjórn sitji út kjörtímabilið.

Það er ljóst að Klausturmálið er í raun að fara miklu verr með stjórnarandstöðuna en ríkisstjórnina. Stjórnin hefur í raun átt frekar náðuga daga meðan það hefur gengið yfir og náð að koma nokkrum umdeildum málum í gegn með lágmarksumræðu.

Stjórnarandstaðan er hins vegar einstaklega tætingsleg. Samfylkingin og Píratar standa þétt saman í öllum málum – Samfylkingin hefur 7 þingmenn en Samfylkingin 7. Eftir Klaustursmálið hafa Inga Sæland og Guðmundur Ingi Kristinsson úr Flokki fólksins færst aðeins nær þeim – hin málefnalega samleið er samt nokkuð takmörkuð. Og svo er Viðreisn með sína 4 þingmenn.

Allt bendir til þess að hinir brottreknu þingmenn Flokks fólksins, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, gangi brátt til liðs við Miðflokkinn. Þá bætast 2 þingmenn við 7 þingmenn Miðflokksins. Samanlagt verða það 9 þingmenn – sem þýðir einfaldlega að Miðflokkurinn verður stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á þingi.

En staðan er semsagt sú í stjórnarandstöðunni að það eru fylkingar sem talast ekki við og litlar líkur á að það breytist í bráð. Samstarf sem þó var með stjórnarandstöðuflokkunum í upphafi þings er sprungið í loft upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Þetta ætlar Hafnarfjarðarbær að gera vegna Covid 19 – Aðgerðir bæjarstjórnar samþykktar

Þetta ætlar Hafnarfjarðarbær að gera vegna Covid 19 – Aðgerðir bæjarstjórnar samþykktar
Eyjan
Í gær

Þingmaður Samfylkingarinnar segir erfitt að hlýða Víði – „Hlýðninni eru takmörk sett“

Þingmaður Samfylkingarinnar segir erfitt að hlýða Víði – „Hlýðninni eru takmörk sett“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tæplega 25.000 umsóknir vegna minnkaðs starfshlutfalls -„Sýnir að þessar aðgerðir sem við erum að grípa til eru að virka“

Tæplega 25.000 umsóknir vegna minnkaðs starfshlutfalls -„Sýnir að þessar aðgerðir sem við erum að grípa til eru að virka“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Útflutningsverðmæti fiskeldis í febrúar það næsthæsta frá upphafi – Mikil óvissa með framhaldið

Útflutningsverðmæti fiskeldis í febrúar það næsthæsta frá upphafi – Mikil óvissa með framhaldið