fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Eyjan

Varaforsetinn sem hafði öll völd – og stuðningurinn við Íraksstríðið

Egill Helgason
Laugardaginn 2. febrúar 2019 19:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vice, kvikmyndin um stjórnálaferil Dicks Cheney, er eins og pólitísk revía. Þarna er sögmaður sem við vitum lengi ekki hver er en fer inn og út úr myndinni. Stundum tala leikarar beint í myndavélina. Það eru settar upp skýringarmyndir til að leggja áherslu á einhver atriði. Fleyg orð eru skrifuð á tjaldið. Þetta er í ýkjustíl – það er skrítið að sjá hvernig Christian Bale hefur breytt sér til að verða nauðalíkur aðalsögupersónunni. Stundum minnir þetta nánast á firrðaráhrif Bertolts Brecht.

Þetta er afskaplega pólitísk mynd og henni er fráleitt ætlað að vera hlutlaus. Cheney og félögum hans er lýst sem skúrkum sem svífast einskis. En þeir eru vel skipulagðir, hafa nóg fjármagn, sterka bakhjarla, og þeir vita hvað þeir vilja – völd og aftur völd.

Þeir vilja líka létta sköttum og álögum af ríku fólki, vera í nánu samkrulli við stórfyrirtæki, þeir vilja hafa frjálsar hendur um hvernig þeir stjórna ríkinu, óháð eftirliti, og þeir þrá fyrir alla muni stríð.

Hápunktur myndarinnar er þegar Cheney, Rumsfeld, Wolfowitz tekst að efna til stríðs í Írak. Það er allt á upplognum forsendum. Bush forseti er eins og tuskudúkka í höndum þeirra. Það er ámáttlegt þegar Powell utanríkisráðherra, sem þó virkar eins og ærlegasti maðurinn í hópnum, er gerður út til Sameinuðu þjóðanna með falsaðar upplýsingar um ógnina sem eigi að stafa af Írökum.

Afleiðingin var á endanum að öllu var hleypt í bál og brand. Ofstækismenn eins og Cheney eru betri í að rífa niður en byggja upp. Ballið var rétt að byrja þegar Bush stóð á flugmóðurskipinu og lýsti yfir sigri. Þetta er sýnt í myndinni – og virkar núorðið skelfing harmskoplegt. Ekki er betra þegar glittir í Tony Blair eins og talandi brúðu.

En sem maður situr í kvikmyndasalnum rifjast upp fyrir manni ein staðreynd – að Íslendingar gerðust stuðningsþjóð hernaðarins í Írak. Við tókum þátt í þessu skelfilega gönuhlaupi.

Og maður áttar sig á því að það er tvennt sem hefur farið  með traustið til stjórnmálamanna á Íslandi á þessari öld: Hrunið og þátttakan í Íraksstríðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Frægur sjónvarpsmaður spáir Trump Friðarverðlaunum Nóbels innan tveggja ára

Frægur sjónvarpsmaður spáir Trump Friðarverðlaunum Nóbels innan tveggja ára
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón stefnir ekki á formannsframboð – Ósáttur við Þórdísi Kolbrúnu og sakar hana um vanvirðingu

Jón stefnir ekki á formannsframboð – Ósáttur við Þórdísi Kolbrúnu og sakar hana um vanvirðingu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hreinsanir halda áfram hjá Sýn – Yfir­maður aug­lýsinga­mála stígur til hliðar

Hreinsanir halda áfram hjá Sýn – Yfir­maður aug­lýsinga­mála stígur til hliðar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokksins

Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorgerður Katrín: Einfeldni í varnarmálum ekki í boði – þurfum að rækta sambandið við Bandaríkin

Þorgerður Katrín: Einfeldni í varnarmálum ekki í boði – þurfum að rækta sambandið við Bandaríkin