fbpx
Föstudagur 16.apríl 2021
Eyjan

Bergþór situr sem fastast: „Það varð uppnám og þetta var erfiður fundur“ -„Þetta er algert bull“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 29. janúar 2019 10:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppnám varð á nefndarfundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í morgun eftir að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, mætti á sinn fyrsta fund sem formaður í kjölfar Klaustursmálsins. RÚV greinir frá því að Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi stýrt síðustu mínútum fundarins í morgun.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, mun hafa yfirgefið fundinn 10 mínútum áður en honum lauk, ósáttur við að Bergþór ætli að sitja áfram sem formaður nefndarinnar.

Samgönguáætlun var afgreidd úr nefndinni, en þar var einnig lögð fram tillaga um að Bergþór viki sem formaður. Sú tillaga var felld.

Hanna Katrín Friðriksson, fulltrúi Viðreisnar, segir í samtali við Eyjuna að það hafi farið rúmur klukkutími í að ræða veru Bergþórs sem formanns. „Það var borin upp tillaga um að kjósa formann, sem mætti eins og ekkert væri eftir nokkurra mánaða hlé. Að kjósa hann burt. Varaformaður nefndarinnar, Jón Gunnarsson, bar fram frávísunartillögu. Sú tillaga var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum meirihlutans, að frádreginni Rósu Björg [Brynjólfsdóttur, þingmanns Vinstri grænna] og Klausturþingmönnunum Bergþóri sjálfum og Karli Gauta [Hjaltasyni, óháðum þingmanni].“

Varð uppnám á fundinum?

„Menn kjósa bara eins og þeim sýnist. En jú, það varð uppnám og þetta var erfiður fundur.“

Hanna Katrín segir of snemmt að segja hvernig starf nefndarinnar muni þróast. Hún segir að umræða um Bergþór sem formanns hafi tekið langan tíma.

„Í þetta fór rúmur klukkutími, einn og hálfur næstum því. Síðan var samgönguáætlun afgreidd á rúmum þremur mínútum.“

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna, segir í samtali við RÚV: „Þó svo hann hafi tekið setu á þinginu í síðustu viku þá kom þetta virkilega á óvart og enginn fyrirvari á því,“ segir Rósa Björk. „Ég sé bara ekki alveg hvernig þessi þingnefnd getur starfað áfram með þessum formanni ég vil bara minna á að þetta snýst ekki eingöngu um samkomulag minnihlutans, þetta snýst um ásýnd Alþingis. Þetta snýst um virðingu Alþingis og þetta snýst um virðingu þingnefnda og virðingu við þá gesti sem að koma til okkar á nefndarfundi og að við höldum uppi ákveðnum prinsippum hér á þessu þingi og höldum þessu til streitu.“

Algert bull

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og áheyrnafulltrúi á fundi umhverfis- og samgöngunefndar, staðfesti við Eyjuna að andrúmsloftið hefði verið skrítið þegar Bergþór Ólason mætti til að sinna formennsku í nefndinni. Björn staðfesti einnig að hann hefði yfirgefið fundinn áður en honum lauk og sagði þrúgandi andrúmloftið vera ástæðuna:

„Hann var í sama herbergi og ég. Ég sá Klaustur barinn út um gluggann og þetta var bara ekki alveg að gera sig. Þetta er algert bull. Ég er á þeirri skoðun að gerendur eigi að víkja, ekki þolendur,“

sagði Björn Leví.

Kannaður var grundvöllur fyrir því að setja Bergþór af sem formann, en sú hugmynd var kæfð í fæðingu samkvæmt Birni Leví:

„Það þarf að liggja fyrir beiðni frá meirihluta nefndarmanna um tillögu á nýrri stjórn. Borin var upp sú tillaga að nefndarmenn segðu sína skoðun á því og þannig var verið að kanna jarðveginn fyrir slíkri tillögu. Þá kom hinsvegar upp frávísunartillaga um málið, frá Jóni Gunnarssyni, og var hún samþykkt. En nefndin getur auðvitað ekki starfað á meðan að þetta er svona, það segir sig sjálft,“

segir Björn Leví, en engin úr stjórnarandstöðunni samþykkti þá tillögu.

Ekki að fara að gerast

Kenningar eru uppi um að Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, sem reknir voru úr Flokki fólksins, gangi til liðs við Miðflokkinn, líkt og áætlunin virðist hafa verið með Klaustursfundinum forðum. Þá verði Miðflokkurinn stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn og fái þar með formennsku í fleiri fastanefndum og að öllum líkindum stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, sem er ein valdamesta nefnd Alþingis.

Um þá kenningu segir Björn Leví:

„Það er ekkert að fara að gerast. Kannski að þeir fari í Miðflokkinn jú, en þeir fá ekki þessa nefnd. Þeir geta frekjast eins og þeir vilja, en þetta er ekki að fara að gerast.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásakanir um kynferðisofbeldi valda titringi innan Sjálfstæðisflokksins – „Ástæðan fyrir því að fólk tekur ekki þátt í pólitík!“

Ásakanir um kynferðisofbeldi valda titringi innan Sjálfstæðisflokksins – „Ástæðan fyrir því að fólk tekur ekki þátt í pólitík!“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Silfrið: Brostin samstaða um sóttvarnir og feluleikir Svandísar og Þórólfs – „Hann vildi bara ekkert fá þetta í Landsrétt“

Silfrið: Brostin samstaða um sóttvarnir og feluleikir Svandísar og Þórólfs – „Hann vildi bara ekkert fá þetta í Landsrétt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum
Farsóttarfangelsið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Brynjar svarar skotum Kára – Segir ferðina ekki hafa verið að óþörfu – „Hluti af óstjórnlegu frekjukasti“

Brynjar svarar skotum Kára – Segir ferðina ekki hafa verið að óþörfu – „Hluti af óstjórnlegu frekjukasti“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Birtir opið bréf til Kára vegna Kastljóssviðtalsins – „Hvet þig til að íhuga orð mín“

Birtir opið bréf til Kára vegna Kastljóssviðtalsins – „Hvet þig til að íhuga orð mín“
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Lögleiðum ölvunarakstur“ segir Karen – „Þessi áróður um ölvunarakstur minnir mig á umræðuna um hryðjuverk“

„Lögleiðum ölvunarakstur“ segir Karen – „Þessi áróður um ölvunarakstur minnir mig á umræðuna um hryðjuverk“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Andrés segir Pál hafa skilið Sjálfstæðisflokkinn eftir úti í kuldanum – Hvað mun gerast í Suðurkjördæmi?

Andrés segir Pál hafa skilið Sjálfstæðisflokkinn eftir úti í kuldanum – Hvað mun gerast í Suðurkjördæmi?