fbpx
Sunnudagur 12.júlí 2020
Eyjan

Andstyggileg upphafning á raðmorðingjum

Egill Helgason
Mánudaginn 28. janúar 2019 22:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef eina reglu varðandi áhorf á sjónvarp og kvikmyndir. Ég horfi helst ekki á þætti eða myndir um raðmorðingja. En framboðið skortir ekki. Stór hluti þáttanna sem er að finna á Netflix fjallar til dæmis um raðmorð í einhverri mynd. Ein útgáfa af því eru reyndar myndir sem fjalla um leigumorðingja sem eru að setjast í helgan stein en fá það ekki  – eru innst inni með hjarta úr gulli. Þannig er til dæmis ný mynd með hinum dásamlega leikara Mads Mikkelsen. Ég hyggst láta hana eiga sig. Hún þykir reyndar alveg svakalega léleg.

Um daginn las ég í blaði að landi Mikkelsen, leikstjórinn Lars von Trier hefði greitt raðmorðingjamyndinni náðarhöggið með nýjasta verki sínu, mynd sem nefnist The House that Jack Built. Trier hefur gert margar ljótar og andstyggilegar myndir, en þessi tekur víst öllu fram í leiðindum. Er þá mikið sagt. En þarna var hún semsagt tekin sem dæmi um hnignun þessarar greinar kvikmyndanna og allt í einu glitti í von um að raðmorðingjamyndafárinu færi að linna.

En auðvitað er það ekki búið. Myndefnið sem Netflix flaggar mest þessa dagana fjallar um raðmorðingjann Ted Bundy. Ef ég skil rétt gengur myndin út á að sýna fram á að þessi hyllilegi glæpamaður sem myrti 30 konur hafi verið misskilin persóna. Það er meira að segja gert út á að hann hafi verið kynþokkafullur. Því er spáð að þessi mynd verði einstaklega vinsæl. Raðmorðingjar eru frægðarfólk – celebrities. Seleb eru helstu trúarbrögð í Bandaríkjunum núorðið og breiðast ört út um heiminn.

Til að skítnýta efnið fylgir líka með á Netflix fjögurra þátta röð heimildarmynda þar sem eru meðal annars viðtöl við téðan fjöldamorðingja og nauðgara. Viðbrögðin eru slík að næstum er hægt að tala um Ted Bundy-æði. Á netinu er talað um er um hvað hann hafi verið sætur og myndarlegur og heitur – enda var passað upp á að fá bráðhuggulegan ungan leikara frá Hollywood til að fara með hlutverk ódámsins.

Reyndar hefur Netflix tekið úr umferð stikluna  um Bundy myndina vegna hversu gjörsamlega hún þykir fara yfir strikið í að upphefja hann og glæpi hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Símon telur of langt gengið – Fangelsismálayfirvöld mega breyta dómum dómstóla

Símon telur of langt gengið – Fangelsismálayfirvöld mega breyta dómum dómstóla
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kennir Sjálfstæðisflokknum um Káraklúðrið

Kennir Sjálfstæðisflokknum um Káraklúðrið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gefur lítið fyrir áhuga ríkisstjórnarinnar á afglæpavæðingu

Gefur lítið fyrir áhuga ríkisstjórnarinnar á afglæpavæðingu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Pútín birti grein í Morgunblaðinu

Pútín birti grein í Morgunblaðinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur sagður haldinn andúð og hatri á þörfustu þjónustufyrirtækjunum

Dagur sagður haldinn andúð og hatri á þörfustu þjónustufyrirtækjunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar vill svör – „Á meðan þingheimur sleikir sólina sleikir þjóðin sárin“

Ragnar vill svör – „Á meðan þingheimur sleikir sólina sleikir þjóðin sárin“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þú getur núna náð þér í stafrænt ökuskírteini

Þú getur núna náð þér í stafrænt ökuskírteini
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbeinn segist vilja afglæpavæðingu og sakar Pírata um pólitískt leikrit og klækjabrögð

Kolbeinn segist vilja afglæpavæðingu og sakar Pírata um pólitískt leikrit og klækjabrögð