Mánudagur 24.febrúar 2020
Eyjan

Brynjar segir afsökunarbeiðni duga: „Málinu lýkur þar“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 25. janúar 2019 13:00

Samsett mynd/DV/Skjáskot af vef RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þegar menn fari yfir strikið þá biðjist flestir afsökunar og málinu lýkur þar. Brynjar, sem er 2, varaforseti Alþingis, segir í færslu á Facebook í morgun að löggjafarsamkundan sé ekki eins og hver annar vinnustaður með forstjóra sem ræður fólk og rekur. „Jafnframt að það sé ekki svo að einstaka þingmenn ákveði hvaða aðrir þingmenn starfi með þeim við löggjafarstörf. Og það eigi ekki að koma öðrum á óvart að kjörnir þingmenn mæti í þinghúsið til starfa án sérstakra tilkynninga fyrirfram, þótt þeir hafi verið einhvern tíma leiðinlegir og dónalegir,“ segir Brynjar og bætir við:

„Þá væri talsverðar líkur á að þinghúsið væri meira og minna mannlaust. Mér finnst ekkert gaman einum í vinnunni.“

Það liggur fyrir að Brynjar er að vísa til endurkomu Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins, á Alþingi í gær. Margir þingmenn lýstu andrúmsloftinu sem þrungnu og áttu þingflokksformenn hálftímalangan fund um endurkomu þeirra í gær. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, talaði þetta sem ofbeldishegðun og sagði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra að hún hefði ekki áttað sig á að þeir væru komnir aftur úr leyfi fyrr en hún sá þá úr sætinu sínu í þingsal. Líkt og greint var frá í gær átti hún í orðaskiptum við Gunnar Braga áður en hún yfirgaf þingsalinn.

Sjá einnig: Hverju hvíslaði Lilja að Gunnari Braga?

Brynjar segir í athugasemd við færslu sína að orðræða á mörgum öðrum þingum erlendis um samþingmenn sé oft miklu dónalegri án nokkurra afsagna, sumstaðar sláist þingmenn innbyrðis. „Hef ekki orðið var við afsagnir þar nema menn hafi beinlínis brotið einhverjar reglur.“

Hann segir svo:

„Menn eru oft að fara yfir strikið, bæði hér og erlendis. Þegar það gerist biðjast flestir afsökunar og málinu lýkur þar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Samkomulagi náð um útlínur kjarasamnings

Samkomulagi náð um útlínur kjarasamnings
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kolbrún segist hæfari en Stefán og er tilbúin að kæra – „Tel líkur á að ég hafi verið órétti beitt“

Kolbrún segist hæfari en Stefán og er tilbúin að kæra – „Tel líkur á að ég hafi verið órétti beitt“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Borgin hafnaði tilboði Eflingar: Segja Reykjavíkurborg hafa slegið á útrétta sáttahönd láglaunafólks

Borgin hafnaði tilboði Eflingar: Segja Reykjavíkurborg hafa slegið á útrétta sáttahönd láglaunafólks
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Tekur við formennsku í Heimsráði kvenleiðtoga

Tekur við formennsku í Heimsráði kvenleiðtoga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir ná vopnum sínum í Norðvesturkjördæmi

Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir ná vopnum sínum í Norðvesturkjördæmi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Svandís útdeildi 90 milljónum til 144 lýðheilsuverkefna – Sjáðu listann

Svandís útdeildi 90 milljónum til 144 lýðheilsuverkefna – Sjáðu listann