Mánudagur 24.febrúar 2020
Eyjan

Steingrímur um ásakanir Sigmundar Davíðs: „Vonandi fer að verða meiri vinnufriður fyrir þessu“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 24. janúar 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir það af og frá að hann hafi brotið lög til þess að ná sér niðri á Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins.

Steingrímur mætti í útvarpsþáttinn Í bítið á Bylgjunni í morgun, þar ræddi hann meðal annars um ásakanir Sigmundar Davíðs og hinna fimm þingmannanna sem náðust á upptöku á Klaustri. Sigmundur Davíð og Steingrímur hafa eldað saman grátt silfur í nærri áratug. Steingrímur segir ekkert óvenjulegt við að afbrigðum sé beitt á Alþingi, að lokum sé það alltaf meirihulti þingmanna sem hafi ákvörðunarvaldið

Sjá einnig: Sigmundur Davíð:„Hann er popúlisti, einhver mesti popúlisti íslenskra stjórnmála“

„Ég ætla ekki út í rifrildi á þessum forsendum við þessa menn, hvorki Sigmund Davíð né aðra þá sem í hlut áttu, “ sagði Steingrímur. Hann sagði að þingið hefði tekið mjög afdráttarlaust af skarið þegar Klaustur-málið kom upp. Hann hafi lagt fram tillögu um leiðir til að leysa úr álitaefnum um hæfi forsætisnefndar og hafið sú tillaga fengið góðar undirtekir á þinginu. 

„Það var áfram okkar embættisskylda, í forsætisnefnd, að tryggja að siðareglurnar væru framkvæmanlegar og finna leið framhjá þessum vanda og það varð mjög breið samstaða um að einfaldast væri, eðlilegast og  í samræmi við það  sem yfirleitt er gert þegar einhver verður vanhæfur þá er bara settur inn annar í hans stað. Þetta er alþekkt, þegar ráðherra er vanhæfur, þarf að fella úrskurð, hefur átt einhverja aðkomu að máli áður, þá setur forsætisráðherra einhvern annan í hans stað.“

Steingrímur segir ekkert óvenjulegt um að afbrigðum sé beitt á þingi. Ákvörðunarvaldið er í höndum þingsals sem geti veitt sjálfum sér undanþágur. 

„Nákvæmlega þetta vorum við að gera í þinginu til að tiltekin mál gætu haft eðlilegan framgang og hafið yfir allan vafa að þetta er löglegt, alvenjulegt. Afbrigði eru mjög mikilvægur þáttur í sjálfstæði þingsins. þetta er jú líka löggjafinn sem er að taka ákvarðanir og afbrigðum er mjög oft beitt.

Það er alltaf salurinn sem ræður. Það er hinn sami meirihluti eða aukinn meirihlutinn sem setur lög sem líka getur veitt sjálfum sér undanþágur frá eigin fundarsköpum. Þannig ég vil aðallega leggja áherslu á það að það er hafið yfir allan skynsamlegan vafa að það sem þarna var gert var eðilegt, það var löglegt og það naut mjög vítæks stuðnings. Allir viðstaddir þingmenn sjö þingflokka greiddu tillögunni atkvæði.“

Steingrímur vonast til þess að nú geti þingmenn farið að hugsa um aðra hluti. 

„Nú ert þetta mál komið í farveg  og vonandi fer að verða meiri vinnufriður fyrir þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Samkomulagi náð um útlínur kjarasamnings

Samkomulagi náð um útlínur kjarasamnings
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kolbrún segist hæfari en Stefán og er tilbúin að kæra – „Tel líkur á að ég hafi verið órétti beitt“

Kolbrún segist hæfari en Stefán og er tilbúin að kæra – „Tel líkur á að ég hafi verið órétti beitt“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Borgin hafnaði tilboði Eflingar: Segja Reykjavíkurborg hafa slegið á útrétta sáttahönd láglaunafólks

Borgin hafnaði tilboði Eflingar: Segja Reykjavíkurborg hafa slegið á útrétta sáttahönd láglaunafólks
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Tekur við formennsku í Heimsráði kvenleiðtoga

Tekur við formennsku í Heimsráði kvenleiðtoga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir ná vopnum sínum í Norðvesturkjördæmi

Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir ná vopnum sínum í Norðvesturkjördæmi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Svandís útdeildi 90 milljónum til 144 lýðheilsuverkefna – Sjáðu listann

Svandís útdeildi 90 milljónum til 144 lýðheilsuverkefna – Sjáðu listann