fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Segir veruleikafirringu Sigmundar Davíðs, Karls Gauta og Ólafs algera- „Iðrun er ekki til í þeirra orðabók“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 24. janúar 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, hefur verið harðlega gagnrýndur undafarið, bæði af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, sem telur hann í persónulegri herferð gegn sér í Klaustursmálinu og þingmannanna Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar, sem reknir voru úr Flokki fólksins vegna Klausturmálsins, en þeir eru nú utan þingflokka. Fengu þeir ekki úthlutuðum ræðutíma er þingið hófst eftir jólafrí og kunnu Steingrími litlar þakkir fyrir, þar sem skrifstofa Alþingis hafði lofað þeim fimm mínútum.

Kolbrún Bergþórsdóttir kemur Steingrími til varnar í leiðara Fréttablaðsins í dag og segir hegðun áðurnefndu þremenningana forherðingu sem sé til skammar og notar orðið „veruleikafirring“ í því sambandi einnig.

En fyrst hnýtir Kolbrún örlítið í Steingrím:

„Steingrímur J. Sigfússon hefur aldrei verið óumdeildur stjórnmálamaður og skamma má hann fyrir ýmislegt. Hann á þó ekki skilið þá skammadembu sem hann fær nú yfir sig frá þingmönnum Miðflokksins og tveimur þingmönnum sem áður tilheyrðu Flokki fólksins, en standa nú utan flokka.“

Kolbrún segir að í stað þess að sýna iðrun, rífi þingmennirnir bara kjaft:

„Í sjálfu sér kemur ekki á óvart að þessir þingmenn vilji að sem minnst sé um framkomu þeirra á barnum talað, hvað þá að hún fái sérstaka umfjöllun þingsins. Samt mætti ætla að þeir sæju einlæglega eftir því að hafa orðið sjálfum sér til minnkunar með framkomu sinni á barnum. Iðrunar verður þó ekki vart, þeim virðist fyrirmunað að sýna hana, forherðing þeirra er næstum algjör. Í stað þess að vera skömmustulegir á þingi rífa þeir þar kjaft og telja sig hafa fundið illgjarnan og hefnigjarnan óvin í forseta þingsins.“

Veruleikafirring og saklaust fórnarlamb

Þá leggur Kolbrún fram beitta persónugreiningu á Sigmundi Davíð og segir þá Ólaf og karl Gauta „veruleikafirrta“:

„Furðulegt var að fylgjast með framgöngu þessara þingmanna á Alþingi síðastliðinn þriðjudag. Veruleikafirring þeirra var algjör. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson brást við eins og hann gerir ætíð þegar hann mætir mótlæti, lýsti sér sem saklausu fórnarlambi pólitískra andstæðinga sem finni sérstaka lífsfyllingu í því að ofsækja hann.“

Þá furðar Kolbrún sig á framgöngu Ólafs í þinginu hvar hann sagði Steingrím hafa kallað yfir sig niðurlægingu og smán, með því að láta kjósa varaforseta til að fara með Klaustursmálið, vegna vanhæfi forsætisnefndar. Kolbrún spyr:

„Hvaða þingmenn hafa ekki kallað smán og niðurlægingu yfir sjálfa sig og sett blett á starfsferil sinn með orðum sínum og gjörðum, ef ekki einmitt þingmennirnir sem sátu á Klausturbar?“

Þá segir Kolbrún þá félaga gengna í Miðflokkinn:

„Eftir málflutning Miðflokksmanna og hinna óháðu þingmanna, sem í huganum eru greinilega gengnir í Miðflokkinn, er ljóst að þessir einstaklingar koma ekki auga á alvarleika Klaustursmálsins. Iðrun er ekki til í þeirra orðabók.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Katrín og kosningastjórinn afsala sér biðlaunum

Katrín og kosningastjórinn afsala sér biðlaunum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir að Bjarni Benediktsson hafi haft forsetaframbjóðanda fyrir rangri sök í Kastljósi

Segir að Bjarni Benediktsson hafi haft forsetaframbjóðanda fyrir rangri sök í Kastljósi
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Málefnahnútarnir enn óleystir

Þorsteinn Pálsson skrifar: Málefnahnútarnir enn óleystir