fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Halldór sakar Ingu Sæland um trúnaðarbrest

Tómas Valgeirsson
Sunnudaginn 13. janúar 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Gunnarsson, einn stofnenda Flokks fólksins og fyrrverandi sóknarprestur í Holti í Rangárvallasýslu, staðfestir hvert orð í grein Karls Gauta Hjaltasonar sem hann skrifaði í Morgunblaðinu, þar sem hann útskýrir ummæli sem hann lét falla um formann flokksins, Ingu Sæland.

Í greininni segir Karl Gauti óeðlilegt að Inga sé prókúruhafi hans og sé að vasast í fjármálum flokksins. Einnig tekur hann fram að peningum flokksins sé varið í launagreiðslur til ættingja hennar. Halldór greiddi atkvæði gegn brottrekstri þingmannanna Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta úr flokknum í kjölfar Klaustursmálsins.

Sjá einnig: Karl Gauti segir frá vafasömum fjármálum í Flokki fólksins

Halldór gaf út yfirlýsingu en þar segir hann að Inga hafi verið gjaldkeri og prókúruhafi flokksins þegar ummælin voru látin falla.

„Sem fyrrverandi stjórnarmaður og fjármálaráðsmaður í Flokki fólksins, sem ég sagði mig frá vegna trúnaðarbrests við formann flokksins, vil ég staðfesta hvert orð í blaðagrein Karls Gauta,“ segir í yfirlýsingu Halldórs.

„Þegar þessi ummæli voru sögð hafði formaðurinn rétt áður farið að gráta á fundi með formönnum og þingflokksformönnum til að reyna að ná fram sínu máli, sem dugði ekki og var því tilefni þess, sem Karl Gauti sagði. Þar sem ég hafði reynt í langan tíma að sætta ólík sjónarmið í stjórnun, sem Karl Gauti hafði barist fyrir að yrði bætt, óskaði ég eftir því við Karl Gauta að hann myndi senda Ingu stuðningsyfirlýsingu, vegna þeirra orða sem hann lét falla, sem honum þótti erfitt, en gerði.“

Þá bætir hann við að hann hafi beðið Ingu um að fyrirgefa Karli Gauta þessi orð, sem hún gerði fram að hádegi næsta dag, en skipti svo um skoðun og boðaði svo til stjórnarfundar daginn eftir með ólöglegum fyrirvara.

„Ekkert af því sem þeir sögðu á umræddum stað gat gefið tilefni til brottreksturs,“ segir Halldór. „Það er rangt að þeir hafi boðað til þessara umræðna eða verið að undirbúa brotthvarf frá Flokki fólksins. Brottreksturinn á sér enga hliðstæðu í lýðræðisríki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna