fbpx
Föstudagur 03.apríl 2020
Eyjan

Halldór sakar Ingu Sæland um trúnaðarbrest

Tómas Valgeirsson
Sunnudaginn 13. janúar 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Gunnarsson, einn stofnenda Flokks fólksins og fyrrverandi sóknarprestur í Holti í Rangárvallasýslu, staðfestir hvert orð í grein Karls Gauta Hjaltasonar sem hann skrifaði í Morgunblaðinu, þar sem hann útskýrir ummæli sem hann lét falla um formann flokksins, Ingu Sæland.

Í greininni segir Karl Gauti óeðlilegt að Inga sé prókúruhafi hans og sé að vasast í fjármálum flokksins. Einnig tekur hann fram að peningum flokksins sé varið í launagreiðslur til ættingja hennar. Halldór greiddi atkvæði gegn brottrekstri þingmannanna Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta úr flokknum í kjölfar Klaustursmálsins.

Sjá einnig: Karl Gauti segir frá vafasömum fjármálum í Flokki fólksins

Halldór gaf út yfirlýsingu en þar segir hann að Inga hafi verið gjaldkeri og prókúruhafi flokksins þegar ummælin voru látin falla.

„Sem fyrrverandi stjórnarmaður og fjármálaráðsmaður í Flokki fólksins, sem ég sagði mig frá vegna trúnaðarbrests við formann flokksins, vil ég staðfesta hvert orð í blaðagrein Karls Gauta,“ segir í yfirlýsingu Halldórs.

„Þegar þessi ummæli voru sögð hafði formaðurinn rétt áður farið að gráta á fundi með formönnum og þingflokksformönnum til að reyna að ná fram sínu máli, sem dugði ekki og var því tilefni þess, sem Karl Gauti sagði. Þar sem ég hafði reynt í langan tíma að sætta ólík sjónarmið í stjórnun, sem Karl Gauti hafði barist fyrir að yrði bætt, óskaði ég eftir því við Karl Gauta að hann myndi senda Ingu stuðningsyfirlýsingu, vegna þeirra orða sem hann lét falla, sem honum þótti erfitt, en gerði.“

Þá bætir hann við að hann hafi beðið Ingu um að fyrirgefa Karli Gauta þessi orð, sem hún gerði fram að hádegi næsta dag, en skipti svo um skoðun og boðaði svo til stjórnarfundar daginn eftir með ólöglegum fyrirvara.

„Ekkert af því sem þeir sögðu á umræddum stað gat gefið tilefni til brottreksturs,“ segir Halldór. „Það er rangt að þeir hafi boðað til þessara umræðna eða verið að undirbúa brotthvarf frá Flokki fólksins. Brottreksturinn á sér enga hliðstæðu í lýðræðisríki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Þetta ætlar Hafnarfjarðarbær að gera vegna Covid 19 – Aðgerðir bæjarstjórnar samþykktar

Þetta ætlar Hafnarfjarðarbær að gera vegna Covid 19 – Aðgerðir bæjarstjórnar samþykktar
Eyjan
Í gær

Þingmaður Samfylkingarinnar segir erfitt að hlýða Víði – „Hlýðninni eru takmörk sett“

Þingmaður Samfylkingarinnar segir erfitt að hlýða Víði – „Hlýðninni eru takmörk sett“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tæplega 25.000 umsóknir vegna minnkaðs starfshlutfalls -„Sýnir að þessar aðgerðir sem við erum að grípa til eru að virka“

Tæplega 25.000 umsóknir vegna minnkaðs starfshlutfalls -„Sýnir að þessar aðgerðir sem við erum að grípa til eru að virka“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Útflutningsverðmæti fiskeldis í febrúar það næsthæsta frá upphafi – Mikil óvissa með framhaldið

Útflutningsverðmæti fiskeldis í febrúar það næsthæsta frá upphafi – Mikil óvissa með framhaldið