fbpx
Föstudagur 03.apríl 2020
Eyjan

Björn segir „samprófun“ þingmanna vera nýmæli: „Væntanlega hefur ákvörðun um þetta stoð í þingsköpum“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 13. desember 2018 15:55

Mynd Hanna DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, fjallar um eftirmála Klaustursupptakanna í dag. Ummæli Gunnars Braga Sveinssonar, þingflokksformanns Miðflokksins, um sendiherraskipan sína á þeim Geir H. Haarde og Árna Þór Sigurðssyni, eru til rannsóknar á þremur stöðum: Héraðsdómi Reykjavíkur, Siðanefnd Alþingis og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis.

Sem kunnugt er þá svaraði ekki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins né Gunnar Bragi, ítrekuðum fundarboðum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og reyndist því ekki unnt að fjalla um málið á fundinum, sem frestað var þangað til í janúar.

Í yfirlýsingu Miðflokksins frá því í gær segir hinsvegar að alltaf sé hægt að ná í Sigmund Davíð af starfsmönnum þingsins, eða koma boðum til hans. Einnig kemur þar fram að engin mætingarskylda sé á slíka fundi þingnefndar. Að lokum er sagt afar fátítt að þingnefndir séu notaðar í „jafn augljósum pólitískum tilgangi.“

Nýmæli

Björn Bjarnason tekur réttilega fram að bæði Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór Þórðarson hafi þvertekið fyrir að skulda Gunnari Braga greiða vegna umdeildrar skipunar hans á Geir H. Haarde á sínum tíma.

Þá virðist sem að Björn, sem er lögmaður og sat á þingi frá 1991 til 2009, sé ekki viss um lagalegt réttmæti rannsóknar Alþingis á sendiherramálinu. Hann segir það nýmæli að rannsökuð séu samtöl þingmanna:

„Að þingnefnd samprófi þingmenn vegna samtala þeirra hvort sem er innan þings eða utan er nýmæli, væntanlega hefur ákvörðun um þetta stoð í þingsköpum. Varla er farið út á þessa braut án blessunar forseta alþingis og ráðgjafa hans.“

Eyjan hafði samband við Björn til að fá nánari útskýringu á þessum ummælum. Björn sagðist ekki viss hvort Alþingi skorti slíka heimild, hann hefði ekki hugmynd um það, hann væri aðeins að velta vöngum yfir þessu í pistli sínum.

Í pistlinum spyr síðan Björn:

„Skyldi nefndin ætla að efna til samprófana um megintilgang fundar sexmenninganna 20. nóvember: að kljúfa Flokk fólksins með því að bjóða Ólafi Ísleifssyni formennsku í þingflokki Miðflokksins?“

Skýr heimild til rannsóknar

Þess má geta að í lögum um þingsköp Alþingis segir um stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, að hún skuli hafa frumkvæði að rannsókn er varðar ákvarðanir ráðherra, ef ástæða þykir til. Með því sé nefndin að uppfylla eftirlitshlutverk sitt sem Alþingi hafi gagnvart framkvæmdarvaldinu:

„Nefndin skal einnig hafa frumkvæði að því að kanna ákvarðanir einstakra ráðherra eða verklag þeirra sem ástæða þykir til að athuga á grundvelli þess eftirlitshlutverks sem Alþingi hefur gagnvart framkvæmdarvaldinu. Komi beiðni um slíka athugun frá a.m.k. fjórðungi nefndarmanna skal hún fara fram. Um athugun sína getur nefndin gefið þinginu skýrslu. Nefndin skal jafnframt leggja mat á og gera tillögu til Alþingis um hvenær rétt er að skipa rannsóknarnefnd, sbr. lög um rannsóknarnefndir. Nefndin tekur skýrslur slíkrar nefndar til umfjöllunar og gefur þinginu álit sitt um þær og gerir tillögur um frekari aðgerðir þingsins. Fastanefndir skal kjósa á þingsetningarfundi Alþingis að afloknum alþingiskosningum og gildir kosningin fyrir allt kjörtímabilið.]

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Þetta ætlar Hafnarfjarðarbær að gera vegna Covid 19 – Aðgerðir bæjarstjórnar samþykktar

Þetta ætlar Hafnarfjarðarbær að gera vegna Covid 19 – Aðgerðir bæjarstjórnar samþykktar
Eyjan
Í gær

Þingmaður Samfylkingarinnar segir erfitt að hlýða Víði – „Hlýðninni eru takmörk sett“

Þingmaður Samfylkingarinnar segir erfitt að hlýða Víði – „Hlýðninni eru takmörk sett“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tæplega 25.000 umsóknir vegna minnkaðs starfshlutfalls -„Sýnir að þessar aðgerðir sem við erum að grípa til eru að virka“

Tæplega 25.000 umsóknir vegna minnkaðs starfshlutfalls -„Sýnir að þessar aðgerðir sem við erum að grípa til eru að virka“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Útflutningsverðmæti fiskeldis í febrúar það næsthæsta frá upphafi – Mikil óvissa með framhaldið

Útflutningsverðmæti fiskeldis í febrúar það næsthæsta frá upphafi – Mikil óvissa með framhaldið