fbpx
Föstudagur 03.apríl 2020
Eyjan

Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi hundsa fundarboð um sendiherramálið – Málið tekið af dagskrá

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 12. desember 2018 10:00

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki verður fundað um sendiherraskipan þáverandi utanríkisráðherra, Gunnars Braga Sveinssonar, á þeim Árna Þór Sigurðssyni og Geir H. Haarde, fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í dag líkt og til stóð. Nefndin hafði boðað Gunnar Braga og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, Miðflokki, og Bjarna Benediktsson og Guðlaug Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki, vegna þeirra ummæla sem féllu um sendiherramálið í Klaustursupptökunum.

Guðlaugur Þór er erlendis og hafði boðað forföll, en þeir Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi hafa ekki svarað ítrekuðum boðum nefndarinnar á fundinn og hafa heldur ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla. Hófst fundurinn klukkan 10 í morgun, en sökum einbeitts skrópvilja forystu Miðflokksins, að því er virðist, mun málið dragast frekar á langinn en nýr fundur hefur verið settur á dagskrá í janúar.

Eyjan greindi fyrst frá því að á Klaustursupptökunum heyrðist Gunnar Bragi tala um með hvaða hætti hann skipaði þá Árna Þór og Geir sendiherra og virtist hann líta svo á að hann ætti greiða inni hjá Sjálfstæðisflokknum vegna skipunar Geirs. Hafa allir hlutaðeigandi neitað fyrir þessa fléttu, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, en Gunnar segir á upptökunum að hann hafi tryggt þögn Katrínar vegna skipan Geirs. Ekki kemur fram með hvaða hætti sú trygging fór fram, en Gunnar Bragi sagði daginn eftir að fréttin birtist um málið, að hann væri enn vongóður um að hljóta sendiherrastöðu, hann teldi sig geta orðið góðan sendiherra.

Síðar tók Guðlaugur Þór Þórðarsson skýrt fram, að Gunnar Bragi yrði ekki sendiherra.

Sjá nánar: Leyniupptaka:Gunnar Bragi skipaði Árna Þór sendiherra til að draga athygli frá Geir Haarde – „Ég var brjálaður við þig Gunni“

 

Miðflokkshluti sexmenninganna á Klausturbarnum hefur krafist rannsóknar Persónuverndar á málinu og hefur dómari kallað uppljóstrarann Báru í skýrslutöku vegna málsins, en sú ákvörðun dómara virðist standa á lagalegum brauðfótum, samkvæmt Friðriki Árna Friðrikssyni Hirst, lögmanni og framkvæmdastjóra Lagastofnunar Háskóla Íslands, sem segir að Bára geti ekki verið vitni í eigin máli.

Sjá nánar: Klaustursmálið vindur upp á sig:Lögmaður segir Báru ekki geta verið vitni í eigin máli: „Stenst ekki“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Þetta ætlar Hafnarfjarðarbær að gera vegna Covid 19 – Aðgerðir bæjarstjórnar samþykktar

Þetta ætlar Hafnarfjarðarbær að gera vegna Covid 19 – Aðgerðir bæjarstjórnar samþykktar
Eyjan
Í gær

Þingmaður Samfylkingarinnar segir erfitt að hlýða Víði – „Hlýðninni eru takmörk sett“

Þingmaður Samfylkingarinnar segir erfitt að hlýða Víði – „Hlýðninni eru takmörk sett“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tæplega 25.000 umsóknir vegna minnkaðs starfshlutfalls -„Sýnir að þessar aðgerðir sem við erum að grípa til eru að virka“

Tæplega 25.000 umsóknir vegna minnkaðs starfshlutfalls -„Sýnir að þessar aðgerðir sem við erum að grípa til eru að virka“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Útflutningsverðmæti fiskeldis í febrúar það næsthæsta frá upphafi – Mikil óvissa með framhaldið

Útflutningsverðmæti fiskeldis í febrúar það næsthæsta frá upphafi – Mikil óvissa með framhaldið