fbpx
Föstudagur 03.apríl 2020
Eyjan

Klaustursmálið vindur upp á sig: Lögmaður segir Báru ekki geta verið vitni í eigin máli: „Stenst ekki“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 12. desember 2018 09:02

Bára Halldórsdóttir. Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friðrik Árni Friðriksson Hirst, lögmaður og framkvæmdastjóri Lagastofnunar Háskóla Íslands, segir að Bára Halldórsdóttir, sem boðuð var til skýrslutöku vegna hljóðupptöku hennar af sexmenningunum á Klaustur bar, geti ekki verið vitni í eigin máli. Segir hann hann við RÚV að skýrslubeiðnin sé ansi sérstök í því ljósi og standist í raun ekki:

 „Þarna er um að ræða svokallað vitnamál og það er mjög skýr greinarmunur gerður á aðilaskýrslum annars vegar og vitnaskýrslum hins vegar Eins og þetta mál blasir við virðist um það að ræða að verið sé að kveða hana fyrir dóminn sem vitni þó að hún sé raunverulega aðili, sem í sjálfu sér stenst ekki.“

Aðspurður hvort dómarinn hafi misstigið sig með þessari ákvörðun sinni um að boða Báru í skýrslutöku, segir Friðrik:

 „Ég myndi ekki taka svo djúpt í árinni en allavega ef litið er til dómafordæma þá er það skýrt að heimildum tólfta kafla einkamálalaga verði ekki beitt til að taka vitnaskýrslu af einhverju sem verður fyrirsjáanlega gagnaðili í dómsmáli.“

Samkvæmt þessu er óljóst hvernig málin munu þróast. Bára getur mætt til skýrslutöku, en hún getur einnig mótmælt og krafist úrskurðar um skýrslutökuna.

Söfnun handa Báru

Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudaginn klukkan 15.15 í dómsal 101. Bára sagði sjálf um málið að henni þætti þetta ekki sýna fjórmenninga Miðflokksins í góðu ljósi, en þeir sendu erindi til Persónuverndar um rannsókn málsins áður en Bára steig fram sem uppljóstrarinn á Klaustur bar.

Þegar ljóst var að Bára var uppljóstrarinn, hinsegin öryrki með fötlun, héldu fjórmenningarnir, þau Anna Kolbrún Árnadóttir, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þó kröfu sinni um rannsókn til streitu og ætla með málið alla leið.

Tapi Bára málinu gæti hún þurft að greiða sekt vegna brota á persónuverndarlögum, en Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri, hefur boðist til þess að hrinda af stað söfnun fyrir Báru, gerist þess þörf.

Sjá einnig: Bára boðuð fyrir dóm vegna leyniupptökunnar – „Mér finnst þetta ekki sýna þá í góðu ljósi!“

 

Uppfært

Bára var boðuð sem aðili máls til þinghalds fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur, ekki til skýrslutöku, líkt og greint var frá í fyrstu.

RÚV hefur eftir Símoni Sigvaldasyni, dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur, að Bára hafi verið boðuð til að gera henni ljóst að hugsanlega verði höfðað mál gegn henni og hún gæti þurft að grípa til varna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Þetta ætlar Hafnarfjarðarbær að gera vegna Covid 19 – Aðgerðir bæjarstjórnar samþykktar

Þetta ætlar Hafnarfjarðarbær að gera vegna Covid 19 – Aðgerðir bæjarstjórnar samþykktar
Eyjan
Í gær

Þingmaður Samfylkingarinnar segir erfitt að hlýða Víði – „Hlýðninni eru takmörk sett“

Þingmaður Samfylkingarinnar segir erfitt að hlýða Víði – „Hlýðninni eru takmörk sett“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tæplega 25.000 umsóknir vegna minnkaðs starfshlutfalls -„Sýnir að þessar aðgerðir sem við erum að grípa til eru að virka“

Tæplega 25.000 umsóknir vegna minnkaðs starfshlutfalls -„Sýnir að þessar aðgerðir sem við erum að grípa til eru að virka“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Útflutningsverðmæti fiskeldis í febrúar það næsthæsta frá upphafi – Mikil óvissa með framhaldið

Útflutningsverðmæti fiskeldis í febrúar það næsthæsta frá upphafi – Mikil óvissa með framhaldið