fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Eyjan

Jólabókin Aðventa: Fjalla-Bensi í útivistarbúningi, hundurinn Leó og hrúturinn Eitill

Egill Helgason
Sunnudaginn 9. desember 2018 14:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef það er einhver íslensk bók sem verðskuldar að vera kölluð jólabók þá er það Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson. Bókin gerist á jólaföstu og byggir á raunverulegum atburðum. Fjallamaðurinn Benedikt Sigurjónsson var frægur fyrir eftirleitir sínar fyrir jól og hafði þá með sér hundinn Leó og forystusauðinn Eitil.

Aðventa byggir á frásögn eftir Þórð Jónsson sem birtist í tímaritinu Eimreiðinni. Þar sagði frá svaðilför sem farin var í desember 1925. Hópur manna fór á fjöll austan lands til að finna kindur, einn þeirra var Benedikt Sigurjónsson, kallaður Fjalla-Bensi, hann var þaulreyndur í ferðum um öræfin. Í grein Þórðar er rakið hvernig Benedikt verður einn eftir uppi á fjöllum, lendir í miklum hrakningum á Mývatnsöræfum en kemst aftur til byggða á öðrum degi jóla.

 

 

Gunnar Gunnarsson mun hafa lesið frásögnina úti í Danmörku. Hún kom fyrst út á þýsku 1936, á dönsku 1937 og á íslensku 1939 í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar. Hún seldist í stórum upplögum, til dæmis var hún valinn í Book of the Month Club í Bandaríkjunum 1941 og var þá gefin út í fimm hundruð þúsund eintökum. Það hefur svo myndast sú hefð að Aðventa er talin jólasaga – hún er lesin í útvarp hér fyrir hver jól rétt eins og Passíusálmarnir eru lesnir fyrir páska.

 

 

Fjalla-Bensi andaðist 1946. Ljósmyndin af honum hér efst á síðunni er mögnuð. Hana tók Bárður Sigurðsson ljósmyndari árið 1926. Að baki er tjald með mynd af Mývatnssveit en í forgrunni eru Benedikt, klæddur í útivistarbúning þess tíma, hrúturinn Eitill og hundurinn Leó, hinir tryggu förunautar hans.

Kristján Frímann Kristjánsson tjáir mér að leiktjaldið sé málað af Freymóði Jóhannssyni. Bárður ljósmyndari reisti sér býli á Höfða í Mývatnssveit, en fluttist svo til Akureyrar. Hann lést 1937 eftir langvinnan heilsubrest. Kristján segir um Bárð:

„Bárður Sigurðsson var listhneigður maður, eins og myndir hans bera með sér. Mest tók hann af mannamyndum, eftir pöntun, en aðrar eru sprottnar af áhuga hans: merkar myndir af fólki við vinnu og í frístundum, af bæjum og mönnum á hestbaki. Þar var Þingeyingurinn að mynda sveitunga sína – þessar myndir opna dyr inn í horfinn heim.“

.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“