Miðvikudagur 24.febrúar 2021
Eyjan

Gulu vestin og vandi Macrons

Egill Helgason
Sunnudaginn 9. desember 2018 22:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gulu vestin eru hreyfing sem er afsprengi samskiptamiðla.Til mótmæla er boðað með samskiptamiðlum, þá er hægt að nota til að setja upp alls kyns aðgerðir, fjöldafund á Champs Elysées, en líka lokun tollahliðs á þjóðvegi eða olíubirgðastöðvar á landsbyggðinni.

En hún hefur líka ýmsa veikleika hreyfingar sem starfar í gegnum Facebook og Twitter. Kröfurnar eru til dæmis mjög óljósar. Þegar gengið er á mótmælendur um hvað þeir vilji kemur jafnvel á daginn að þeir eru ósammála innbyrðis. Fram hafa stigið einstaklingar sem vilja verða leiðtogar hreyfingarinnar, en þeir eru umsvifalaust baulaðir niður. Það er líka komið fram að Rússar hafa verið að hræra í pottinum – með því að dreifa á fölskum nöfnum á samfélagsmiðlum „fréttum“ af ofbeldi lögreglunnar og því hvað Macron forseti er ómögulegur. Það eru í raun engir foringjar – einn vandi stjórnvalda er að þau hafa í raun engan til að ræða eða semja við. Um leið er erfitt að stöðva ofbeldismennina sem hafa víða tekið yfir mótmælin og hrætt burt fólk sem hefði ella tekið þátt.

Á sinn hátt er þetta uppreisn sem svipar til trumpismans í Bandaríkjunum. Hún tekur á sig mismunandi myndir eftir þjóðum – en alls staðar er skotmarkið í raun hnattvæðingin og afleiðingar hennar, hópar í samfélaginu sem finnst þeir hafa verið skildir eftir eru fullir af reiði, borgir eins og París sigla á fullum efnahagslegum dampi meðan svæðum á landsbyggðinni hnignar.

Það er náttúrlega hefð fyrir því í Frakklandi að íbúarnir fari út á göturnar, mótmæli og nái að beygja forseta og ríkisstjórnir. Macron er einkum núið um nasir að hafa lækkað skatta á ofurríkt fólk – það lítur fjarska illa út, en var tilraun til að koma í veg fyrir að auðurinn sé fluttur úr landi. Frakkland hefur upplifað bæði fjármagnsflótta og spekileka og efnahagsleg stöðnun er langvinn. Óvíða eru skattar hærri og um leið hlutfall þjóðarframleiðslu sem fer í ríkiskerfið. Eldra fólk hefur margt komið sér afar vel fyrir í velferðarkerfinu en það hefur reynst torvelt að skapa störf og tækifæri fyrir yngra fólk. Þetta kemur niður á  nýsköpun og framtíðarmöguleikum þjóðarinnar.

Það er viss mótsögn að Gulu vestin heimta bæði lægri skatta og meiri þjónustu ríkisins.

Macron hefur viljað brjótast út úr þessari stöðnun, en margt bendir til þess að honum sé að mistakast það, rétt eins og honum mistókst að sannfæra Merkel um að gera endurbætur á evrunni. Hann freistar þess á morgun að ávarpa frönsku þjóðina beint í sjónvarpi – það er nokkuð í anda forseta eins og De Gaulle sem notaði hinn þá nýja miðil til að tala beint við landsmenn. Macron þykir hrokafullur eins og De Gaulle – í síðara tilvikinu var hrokinn talin forsetanum til tekna, í tilfelli Macrons þykir hann hjákátlegur.

Mótmæli Gulu vestanna voru reyndar ekki ýkja fjölmenn um helgina og mjög fjölmennu mótmælaliði tókst að halda ofbeldismönnum í skefjum. Menn hafa verið að bera atburðina saman við það sem gerðist fyrir fimmtíu árum, í maí 1968. Þá flúði De Gaulle um tíma til Þýskalands. En Árni Snævarr, hinn franskmenntaði sagnfræðingur og blaðamaður, kom í Silfrið í dag og minnti á að langfjölmennustu aðgerðirnar 1968 hefðu verið þegar stuðningsmenn stjórnarinnar fylktu lið 30. maí. Macron á varla von á neinu slíku – hann gefur eftir gagnvart mótmælendunum og það sýnir að hægt er að beygja hann, ólíkt því sem hann lét í veðri vaka þegar hann tók við embætti í fyrra og ætlaði að hefja Frakkland aftur til vegs og virðingar.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Þarflaus grimmd“- Sif sakar Bjarna um vitsmunalega leti – Sala Íslandsbanka „eins og að troða fóðri ofan í gæs“

„Þarflaus grimmd“- Sif sakar Bjarna um vitsmunalega leti – Sala Íslandsbanka „eins og að troða fóðri ofan í gæs“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Björn óttast um framtíð fjölmiðlunar á Íslandi – „Til­gang­ur þeirra er að banna umræður í stað þess að ræða mál“

Björn óttast um framtíð fjölmiðlunar á Íslandi – „Til­gang­ur þeirra er að banna umræður í stað þess að ræða mál“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Samfylkingunni fatast flugið

Samfylkingunni fatast flugið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Áslaug Arna vill banna barnabrúðkaup

Áslaug Arna vill banna barnabrúðkaup