Mánudagur 24.febrúar 2020
Eyjan

Ögmundur efast um að leyniupptakan hafi átt erindi í fjölmiðla – „Engum hefur þetta gert gott“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 8. desember 2018 14:52

Ögmundur Jónasson Þingmaður frá 1995 til 2016.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, efast um gagnsemi og réttmæti uppljóstrana í kjölfar leyniupptökunnar á Klaustri. Í nýjum pistli á heimasíðu sinni ber Ögmundur þessar uppljóstranir saman við uppljóstranir Wikileaks og skrifar:

„Friðhelgin á sér margar hliðar. Ég er þannig mjög eindregið þeirrar skoðunar að Wikileaks hafi gert opnu lýðræðisþjóðfélagi gott með því að upplýsa um undirferli og ofbeldi hernaðarvelda, þar á meðal um stríðsglæpi þeirra í Írak og Afghanistan. Slíkt á alltaf og undir öllum kringumstæðum að upplýsa.

En hvað um iillmælgi um samþingmenn á Alþingi Íslendinga, orð sem látin eru falla – ansi mörg – á vínbar með palladómum, kvenfyrirlitningu og meinfýsni í garð fatlaðra einstaklinga? Allt tekið upp á segulband og birt í fjölmiðlum.

Jafnast þetta á við uppljóstranir Wikileaks, átti allt sem þarna var sagt heima í fjölmiðlum? Ég efast um það, meira að segja mjög svo. Eitt er víst að engum hefur þetta gert gott. Hvorki þeim sem töluðu né hinum sem um var rætt. En hvað með samfélagið almennt? Verður það betra fyrir vikið? Ég held ekki. Ákveðnir þættir kunna vissulega að eiga heima í fréttum, meint viðskipti með opinberar mannaráðningar nefni ég, en um það hefði mátt spyrja af öðru tilefni.“

Ögmundur segir síðan að þegar efni leyniupptökunnar var komið á svið Borgarleikhússins í uppfærslu þar hafi málið farið að taka á sig mynd gapastokks. Í lok pistils síns hefur Ögmundur uppi þessi viðvörunarorð:

„Minn spádómur er þessi: Ef við leggjum ekki heykvíslarnar fljótlega frá okkur þá er réttarríkið farið og í þess stað boðið upp á brauð og leika. 
Það eru ekki góð skipti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Samkomulagi náð um útlínur kjarasamnings

Samkomulagi náð um útlínur kjarasamnings
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kolbrún segist hæfari en Stefán og er tilbúin að kæra – „Tel líkur á að ég hafi verið órétti beitt“

Kolbrún segist hæfari en Stefán og er tilbúin að kæra – „Tel líkur á að ég hafi verið órétti beitt“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Borgin hafnaði tilboði Eflingar: Segja Reykjavíkurborg hafa slegið á útrétta sáttahönd láglaunafólks

Borgin hafnaði tilboði Eflingar: Segja Reykjavíkurborg hafa slegið á útrétta sáttahönd láglaunafólks
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Tekur við formennsku í Heimsráði kvenleiðtoga

Tekur við formennsku í Heimsráði kvenleiðtoga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir ná vopnum sínum í Norðvesturkjördæmi

Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir ná vopnum sínum í Norðvesturkjördæmi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Svandís útdeildi 90 milljónum til 144 lýðheilsuverkefna – Sjáðu listann

Svandís útdeildi 90 milljónum til 144 lýðheilsuverkefna – Sjáðu listann