fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Guðlaugur Þór heimsækir Indland: „Samstarfsmöguleikarnir eru óendanlegir“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 7. desember 2018 15:30

Guðlaugur Þór Þórðarson og Raj Kumar Singh, orkumálaráðherra Indlands Mynd-Utanríkisráðuneytið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er í opinberri heimsókn á Indlandi. Með honum í för er viðskiptasendinefnd sem samanstendur af hátt í fimmtíu fulltrúum íslenskra fyrirtækja.

Í dag átti Guðlaugur Þór fundi með orkumálaráðherra Indlands, Raj Kumar Singh, og ferðamálararáðherra Indlands, K.J. Alphons, og opnaði viðskiptaþing sem Íslandsstofa stóð fyrir í samvinnu við Íslensk-indverska viðskiptaráðið, utanríkisráðuneytið og WOW air.

„Indland er annað fjölmennasta ríki heims og ört stækkandi hagkerfi. Beint áætlunarflug milli landanna opnar ýmsa möguleika á sviði ferðaþjónustu og annarra viðskipta,“

sagði Guðlaugur Þór eftir fund sinn með ferðamálaráðherra. Þar ræddu ráðherrarnir aukin umsvif í ferðaþjónustu sem viðbúið er að aukist enn frekar með beinu flugi.

Á fundi sínum með orkumálaráðherra fór Guðlaugur Þór yfir samstarfsmöguleika á sviði jarðvarma sem enn hefur ekki verið nýttur að neinu marki á Indlandi. „Á Indlandi hefur orðið mikil vakning varðandi endurnýjanlega orkugjafa til að mæta aukinni orkuþörf og stemma stigu við loftslagsbreytingum. Íslensk sérþekking á jarðhitamálum getur nýst í því samhengi en hingað til hafa Indverjar helst nýtt sólar- og vindorku í þessum tilgangi,“ sagði Guðlaugur Þór

Á vel sóttu viðskiptaþingi Íslandsstofu var lögð áhersla á ferðaþjónustu, matvæli og hátækni. „Viðskipti milli ríkjanna hafa hingað til verið fremur lítil en samstarfsmöguleikarnir eru óendanlegir,“ sagði ráðherra í opnunarávarpi sínu. Hrósaði hann sérstaklega framlagi viðskiptaráðanna en sjötíu fyrirtæki eru meðlimir í Íslensk-indverska viðskiptaráðinu og Indversk-íslenska viðskiptaráðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna