fbpx
Mánudagur 14.október 2019  |
Eyjan

Lítt sýnileg löggæsla fullveldisdegi – einsleitur mótmælafundur – orð Guðna – Sigmundur hellir olíu á eld

Egill Helgason
Sunnudaginn 2. desember 2018 13:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var dálítið merkilegt að sjá á mótmælafundinum á Austurvelli í gær hversu lögregla var lítt sýnileg. Síðan í hruninu hefur myndast sú hefð að ekki bara sé gríðarfjölmennt lögreglulið við Alþingishúsið þegar efnt er til mótmæla, heldur eru líka settar upp sérstakar grindur kringum húsið til að varna aðkomu að því.

En nú bar öðruvísi við. Það voru engar grindur og fáir lögreglumenn. Ástæðan er auðvitað sú að í gær fóru líka fram hátíðarhöld vegna fullveldisafmælisins. Það var opið hús í Alþingi og hátíðarsamkoma við Stjórnarráðið. Mikil lögreglunánd vegna mótmæla hefði getað skemmt hátíðarbraginn. Maður spyr hvort það hafi verið tilmæli úr forsætisraðuneytinu að gera þetta svona?

Fundurinn á Austurvelli var reyndar ekkert sérlega öflugur – og auðvitað stóð þinginu engin ógn af honum fremur en flestum mótmælaðgerðum (á því eru nokkrar undantekningar frá 2009 og 2010). Það vakti nokkra athygli hvað hann var einsleitur – þrír af fimm ræðumönnum starfa með flokki Sósíalista. Skírskotunin var semsagt ekki sérlega víð. Kröfur fundarins, sem voru svosem ekki bornar upp heldur settar fram í fjölmiðlum, eru líka dálítið út og suður – krafa um að „reka“ megi þingmenn og um „endurmenntun allra starfsmanna þingsins“.

Það er spurning hvaða framhald verður á Klausturbarshneykslinu. Fordæmingar á orðræðu sexmenninganna hafa borist úr öllum áttum. Guðni Th. Jóhannesson forseti sagði í Silfrinu í morgun að sér hafi ofboðið virðingarleysið og sjálfsupphafningin.

Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason ætla að hanga á þingsætum sínum en ekki ganga í Miðflokkinn. Þeir verða þá sjálfstæðir og mjög áhrifalitlir þingmenn. Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason taka sér frí, launalaust að því manni skilst. Maður býst samt varla við öðru en að þeir komi aftur til starfa eftir áramót.

Er þetta nóg til að lægja öldurnar?

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hellti sumpart olíu á eld þegar hann sagði í yfirlýsingu að hann hefði setið „ótal sinnum með fulltrúum allra flokka þar sem sambærilegar umræður hafa átt sér stað“. Hann staðhæfir semsé að þetta sé alsiða í pólitíkinni. Þetta hefur hleypt illu blóði í marga. Til að mynda skrifar Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðismanna í bæjarstjórninni á Akureyri:

„Þetta er einhver lágkúrulegasta tilraun til yfirklórs sem ég hef orðið vitni að og segir mér bara eitt, þessir einstaklingar geta ekki setið á Alþingi eftir það sem þeir hafa orðið uppvísir að bæði í orðræðunni sjálfir á barnum og yfirklórinu á eftir.“

En Sigmundur er Miðflokkurinn. Flokkurinn er óhugsandi án hans. Það er líka áberandi ef maður skoðar hvað sagt var á Klausturbarnum að mikið af því er sagt til að geðjast Sigmundi. Hann er líkt og alpha male í hópnum – forystudýrið er það víst kallað á íslensku. Og svo er það spurning hvaða áhrif þetta hefur á kjósendur Miðflokksins – þeir eru á nokkuð annarri línu en mótmælendur á Austurvelli.

Fylgi Miðflokksins hefur verið að vaxa jafnt og þétt, samkvæmt síðustu skoðanakönnunum var hann orðinn þriðji stærsti flokkur landsins. Nú er spurning hvort verði lát þar. Það ætti að vera von á mánaðarlegri skoðanakönnun þjóðarpúls Gallups, en hún er tekin yfir lengri tíma svo kannski er lítið að marka hana að þessu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Katrín tjáir sig um tárin: „Mér finnst það fullkomlega eðlilegt að gráta yfir þessu stóra máli“

Katrín tjáir sig um tárin: „Mér finnst það fullkomlega eðlilegt að gráta yfir þessu stóra máli“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skrítið val – hálfgleymdur og umdeildur höfundur fær Nóbelinn

Skrítið val – hálfgleymdur og umdeildur höfundur fær Nóbelinn
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sakar Þorgerði um að nýta sér innrás Tyrkja til að „koma sjálfri sér á framfæri“

Sakar Þorgerði um að nýta sér innrás Tyrkja til að „koma sjálfri sér á framfæri“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Var Ísland risavaxin peningaþvottastöð ? – Segir Bjarna ekki skilja samhengið – „Dálítið vandræðalegt“

Var Ísland risavaxin peningaþvottastöð ? – Segir Bjarna ekki skilja samhengið – „Dálítið vandræðalegt“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ísland fellur niður listann um samkeppnishæfi ríkja

Ísland fellur niður listann um samkeppnishæfi ríkja
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kallar eftir aukinni aðstoð fyrir barnaníðinga – „Brýnt er að þeir upplifi sig sem hluta af heildinni“

Kallar eftir aukinni aðstoð fyrir barnaníðinga – „Brýnt er að þeir upplifi sig sem hluta af heildinni“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Flugsérfræðingur klórar sér í kollinum yfir WOW 2: „Ekkert af þessu gengur upp“

Flugsérfræðingur klórar sér í kollinum yfir WOW 2: „Ekkert af þessu gengur upp“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

MMR: Framsókn, Píratar og VG missa fylgi – Miðflokkurinn á góðri siglingu

MMR: Framsókn, Píratar og VG missa fylgi – Miðflokkurinn á góðri siglingu