fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Vonast eftir „ásættanlegri“ niðurstöðu varðandi „áframhaldandi“ þingmennsku: „Að öðrum kosti óskum við eftir flokkráðsfundi“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 30. nóvember 2018 14:19

Tómas Ellert Tómasson er eini Miðflokksmaðurinn sem er í meirihlutasamstarfi á landsvísu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Bæjarfulltrúar Miðflokksins í Suðurkjördæmi harma þau niðrandi ummæli sem þingmenn Miðflokksins létu falla um samborgara sína og samstarfsfólk sitt þann 20. nóvember síðastliðinn á Klaustur Bar í Reykjavík og náðust á hljóðupptöku.“

Þetta segir í tilkynningu frá bæjarfulltrúum Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Í henni vonast fulltrúarnir að þingflokkurinn komist að „ásættanlegri niðurstöðu“ á fundi sínum í dag fyrir almenning, varðandi áframhaldandi þingmennsku þeirra sem í hlut áttu:

„Að öðrum kosti óskum við eftir flokkráðsfundi þar sem félagar Miðflokksins taka ákvörðun um framhaldið.“

Undir yfirlýsinguna skrifa Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir í Grindavík, Margrét Þórarinsdóttir í Reykjanesbæ og Tómas Ellert Tómasson  í Árborg, sem er eini Miðflokksmaðurinn sem er í meirihluta í sveitastjórn á landinu öllu.

Hvað er „ásættanleg“ niðurstaða ?

Tómas Ellert sagðist í samtali við Eyjuna ekki vilja tjá sig meðan þingflokksfundur Miðflokksins stæði yfir. Aðspurður hvað hann teldi ásættanlega niðurstöðu, sagðist hann hafa búist við þeirri spurningu, en vildi bíða með að svara því þangað til eftir fundinn.

Í orðalaginu má greina hótun um að ef þingflokksfundur Miðflokksins leiði ekki til afsagna, verði málið tekið upp á flokksráðsfundi.

 

Yfirlýsing bæjarfulltrúa Miðflokksins í Suðurkjördæmi

Bæjarfulltrúar Miðflokksins í Suðurkjördæmi harma þau niðrandi ummæli sem þingmenn Miðflokksins létu falla um samborgara sína og samstarfsfólk sitt þann 20. nóvember síðastliðinn á Klaustur Bar í Reykjavík og náðust á hljóðupptöku.

Við vonum að þingflokkur Miðflokksins komist að ásættanlegri niðurstöðu á fundi sínum í dag fyrir almenning varðandi áframhaldandi þingmennsku þeirra þingmanna sem þarna áttu hlut að máli. Að öðrum kosti óskum við eftir flokkráðsfundi þar sem félagar Miðflokksins taka ákvörðun um framhaldið.

Bæjarfulltrúar Miðflokksins í Suðurkjördæmi

Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir – Grindavík
Margrét Þórarinsdóttir – Reykjanesbæ
Tómas Ellert Tómasson – Svf. Árborg

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt