Mánudagur 24.febrúar 2020
Eyjan

Gunnar Bragi og Bergþór taka sér leyfi frá þingstörfum

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 30. nóvember 2018 17:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, hafa verið sendir í leyfi. Þetta kemur fram í bréfi frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins, til flokksfélaga í dag.

Þar segir að málið hafi mikið reynt á alla viðkomandi og þingmenn séu miður sín og að þeir Gunnar Bragi og Bergþór hyggist stíga til hliðar:

Þingmennirnir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason áforma að taka sér leyfi frá störfum. Iðrun þingmanna er mikil og einlæg og ég vona að þið getið með tímanum séð ykkur fært að veita fyrirgefningu,“

segir í bréfinu frá Sigmundi Davíð.

„Nú ættum við að einsetja okkur að fara yfir hvernig við störfum sem flokkur, og sérstaklega þingflokkurinn, með það að markmiði að við verðum til fyrirmyndar í allri framkomu og hegðun. Leggja línurnar um hvernig við tölum við- og um annað fólk, þátttöku í skemmtunum og öðrum viðburðum, meðferð áfengis og aðra þá hluti sem vonandi geta orðið til þess að hafa jákvæð áhrif á starfsumhverfi stjórnmálanna.

Starf flokksins, þau málefni sem við berjumst fyrir og árangurinn sem við höfum náð til þessa er það mikilvægur að við megum aldrei aftur láta óásættanlega hegðun trufla það starf. Þá gildir einu um hvort það er á opinberum vettvangi eða í einkasamkvæmum.

Þið flokksmenn, sem hafið unnið undravert starf á liðnu ári eigið skilið að fulltrúar ykkar sýni af sér sæmd og fyrirmyndar framkomu hvar sem þeir koma. Vonandi getum við með því, og lærdómnum af því sem við höfum upplifað, haft góð áhrif á allt stjórnmálastarf á Íslandi.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Samkomulagi náð um útlínur kjarasamnings

Samkomulagi náð um útlínur kjarasamnings
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kolbrún segist hæfari en Stefán og er tilbúin að kæra – „Tel líkur á að ég hafi verið órétti beitt“

Kolbrún segist hæfari en Stefán og er tilbúin að kæra – „Tel líkur á að ég hafi verið órétti beitt“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Borgin hafnaði tilboði Eflingar: Segja Reykjavíkurborg hafa slegið á útrétta sáttahönd láglaunafólks

Borgin hafnaði tilboði Eflingar: Segja Reykjavíkurborg hafa slegið á útrétta sáttahönd láglaunafólks
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Tekur við formennsku í Heimsráði kvenleiðtoga

Tekur við formennsku í Heimsráði kvenleiðtoga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir ná vopnum sínum í Norðvesturkjördæmi

Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir ná vopnum sínum í Norðvesturkjördæmi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Svandís útdeildi 90 milljónum til 144 lýðheilsuverkefna – Sjáðu listann

Svandís útdeildi 90 milljónum til 144 lýðheilsuverkefna – Sjáðu listann