fbpx
Föstudagur 03.apríl 2020
Eyjan

Hannes Hólmsteinn um uppljóstrarann í Klausturmálinu: „Hvað gekk honum eða henni til?“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 29. nóvember 2018 17:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, hefur tjáð sig um Klausturmálið svokallaða, hvar sex þingmenn við skál ræddu pólitísk hrossakaup og þóttu fara langt yfir velsæmismörk í ummælum sínum um aðra þingmenn, ráðherra og minnihlutahópa.

Hannes Hólmsteinn  spyr hvað uppljóstraranum, þeim sem tók upp þingmennina án þeirra vitneskju, gekk til:

„Auðvitað er alltaf vandræðalegt, þegar teknar eru upp samræður í ölæði og jafnvel allar samræður, þar sem menn eiga ekki von á upptöku og tala í hálfkæringi: Fáir standast slíkt návígi. En hver braut lög og skráðar og óskráðar siðareglur með því að taka upp samræður þingmannanna og koma upptökunum síðan í blöð? Hvað gekk honum eða henni til?

Hannes segir atvikið minna á annað atvik frá 2009:

„Annars minnir þetta atvik dálítið á það, þegar Margrét Tryggvadóttir sendi árið 2009 í misgáningi á ýmsa tölvubréf, sem hún ætlaði aðeins einum eða fáum, en þar sagði hún, að flokksbróðir hennar í Hreyfingunni, Þráinn Bertelsson, gengi ekki heill til skógar. Ég man ekki eftir, að nein sérstök eftirköst hafi orðið af því önnur en þau, að Þráinn gekk úr Hreyfingunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Þetta ætlar Hafnarfjarðarbær að gera vegna Covid 19 – Aðgerðir bæjarstjórnar samþykktar

Þetta ætlar Hafnarfjarðarbær að gera vegna Covid 19 – Aðgerðir bæjarstjórnar samþykktar
Eyjan
Í gær

Þingmaður Samfylkingarinnar segir erfitt að hlýða Víði – „Hlýðninni eru takmörk sett“

Þingmaður Samfylkingarinnar segir erfitt að hlýða Víði – „Hlýðninni eru takmörk sett“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tæplega 25.000 umsóknir vegna minnkaðs starfshlutfalls -„Sýnir að þessar aðgerðir sem við erum að grípa til eru að virka“

Tæplega 25.000 umsóknir vegna minnkaðs starfshlutfalls -„Sýnir að þessar aðgerðir sem við erum að grípa til eru að virka“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Útflutningsverðmæti fiskeldis í febrúar það næsthæsta frá upphafi – Mikil óvissa með framhaldið

Útflutningsverðmæti fiskeldis í febrúar það næsthæsta frá upphafi – Mikil óvissa með framhaldið