Mánudagur 24.febrúar 2020
Eyjan

Gunnar Bragi myndi hugleiða að þiggja sendiherrastöðu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 29. nóvember 2018 13:27

Gunnar Bragi Sveinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, viðurkenndi í viðtali á Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun að hann myndi hugleiða að þiggja sendiherrastöðu ef honum byðist slík skipun af hálfu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, og þingmanns Sjálfstæðisflokksins.

Gunnar Bragi Sveinsson sat undir harðri spurningahríð Sigmars Guðmundssonar í Morgunútvarpinu vegna frétta af leyniupptöku þar sem Gunnar Bragi ásamt fimm öðrum þingmönnum talar mjög óvarlega um menn og málefni. Í upptökunni heyrist Gunnar Bragi upplýsa að hann hefði skipað Árna Þór Sigurðsson sendiherra skömmu á undan Geir Haarde til að beina athyglinni að Árna Þór því Geir Haarde var mjög umdeildur á þessum tíma vegna dóms sem hann hafði hlotið í Landsdómi. Gunnar Bragi vísaði á bug að um einhvern sendiherrakapal og hrossakaup hefðu verið að ræða, afskrifaði slíkt sem drykkjuraus í sér. Hann neitaði því að hann ætti inni greiða hjá Sjálfstæðismönnum en viðurkenndi þó að hann myndi íhuga það alvarlega ef Guðlaugur Þór byði honum sendiherrastöðu.

Upptökuna af viðtalinu má heyra á vef RÚV. Orðrétt sagði Gunnar Bragi: „Ef slíkt kæmi upp á borðið myndi ég skoða það.“ Ummælin lætur Gunnar Bragi falla á milli 15:30 og 15:40.

Staða Gunnars Braga sögð veik

Samkvæmt öruggum heimildum Eyjunnar innan er staða Gunnars Bragi Sveinssonar afar veik innan flokksins. Hún hafi verið það áður en Klausturmálið kom upp, en það hafi verið kornið sem fyllti mælinn.

Úrsagnir úr grasrót flokksins eru sagðar hafnar, en trúnaðarmenn flokksins eru þegar byrjaðir að segja sig úr flokknum, því Vilborg G. Hansen, sem er varamaður í bankaráði Seðlabanka Íslands, hefur bæði sagt sig bæði úr Miðflokknum og bankaráði vegna frétta af fjórmenningum Miðflokksins sem áttu hlut að máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Samkomulagi náð um útlínur kjarasamnings

Samkomulagi náð um útlínur kjarasamnings
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kolbrún segist hæfari en Stefán og er tilbúin að kæra – „Tel líkur á að ég hafi verið órétti beitt“

Kolbrún segist hæfari en Stefán og er tilbúin að kæra – „Tel líkur á að ég hafi verið órétti beitt“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Borgin hafnaði tilboði Eflingar: Segja Reykjavíkurborg hafa slegið á útrétta sáttahönd láglaunafólks

Borgin hafnaði tilboði Eflingar: Segja Reykjavíkurborg hafa slegið á útrétta sáttahönd láglaunafólks
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Tekur við formennsku í Heimsráði kvenleiðtoga

Tekur við formennsku í Heimsráði kvenleiðtoga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir ná vopnum sínum í Norðvesturkjördæmi

Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir ná vopnum sínum í Norðvesturkjördæmi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Svandís útdeildi 90 milljónum til 144 lýðheilsuverkefna – Sjáðu listann

Svandís útdeildi 90 milljónum til 144 lýðheilsuverkefna – Sjáðu listann