fbpx
Þriðjudagur 11.ágúst 2020
Eyjan

Gústaf Níelsson kallar eftir afsögn þingmanns Pírata: „Illa innrætt kvikindi og eltihrellir“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 27. nóvember 2018 12:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gústaf Níelsson, sem skipa átti sem varamann í Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar fyrir Framsókn og flugvallavini árið 2015, en hætt var við vegna umdeildra skoðana hans á réttindum samkynhneigðra, innflytjenda og annarra minnihlutahópa, virðist lítill aðdáandi Pírata.  Gústaf, sem er kannski hvað þekktastur fyrir að vera bróðir Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, fjallar í dag um Björn Leví Gunnarsson, þingmann Pírata, sem Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sakað um einelti í sinn garð.

Sjá nánar: Ásmundur segir Björn Leví veikan:„Hann sem grét nú í púlti yfir eineltinu, það er hann sem er með mig í einelti“

Gústaf segir um Björn Leví:

„Björn Leví Gunnarsson, alþm. er illa innrætt kvikindi og eltihrellir. Samt vældi hann yfir einelti gagnvart sér á unglingsárum í fjölmiðlum um daginn. Hann hefur í hyggju að halda áfram einelti sínu þar sem samþingmaður hans, Ásmundur Friðriksson, má una síendurteknum innihaldslausum ávirðingum – allt gert í þeim tilgangi að sverta hann og niðurlægja. Maður hefur svo sem áttað sig á því að það er misjafn sauður í mörgu fé á alþingi Íslendinga, en að þar skulu nú vera komnar til skjalanna dragúldnar og myglaðar smásálir, finnst mér of mikið af því góða. Þetta er þó í stíl við annað í herbúðum þessara pírata.“

Í gær skrifaði Gústaf færslu á Facebook hvar hann kallaði eftir afsögn Björns vegna málsins:

„Um daginn var Björn Leví Gunnarsson, sem ásakaði samþingmann sinn Ásmund Friðriksson um þjófnað, sífrandi í fjölmiðlum vegna eineltis, sem hann átti að hafa orðið fyrir á unglingsárum. Þessi sami Björn Leví hefur lagt Ásmund í einelti mánuðum saman og nú hefur verið bundinn endir á falskar ásakanir Björns í garð Ásmundar. Mun Björn Leví axla ábyrgð, sem er krafa, sem hann gerir jafnan á hendur öðrum, og segja af sér þingmennsku? Spái því að það muni hann ekki gera og láta líka ógert að biðja Ásmund afsökunar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þungar ásakanir á Vegagerðina eftir ógilta samkeppni um brú yfir Fossvog – „Endanleg staðfesting á því hversu rotið þetta er“

Þungar ásakanir á Vegagerðina eftir ógilta samkeppni um brú yfir Fossvog – „Endanleg staðfesting á því hversu rotið þetta er“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Óli Björn mun ekki greiða atkvæði með skattahækkunum

Óli Björn mun ekki greiða atkvæði með skattahækkunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Staðan á vinstri vængnum: Vænlegir nýliðar og beðið eftir ákvörðun Rósu Bjarkar

Staðan á vinstri vængnum: Vænlegir nýliðar og beðið eftir ákvörðun Rósu Bjarkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yngstu þingmenn 21. aldarinnar á Íslandi – Tvö jafn gömul upp á dag þegar þau urðu þingmenn

Yngstu þingmenn 21. aldarinnar á Íslandi – Tvö jafn gömul upp á dag þegar þau urðu þingmenn