fbpx
Sunnudagur 22.september 2019  |
Eyjan

Séra Gunnar um fóstureyðingar: Ekki sama hvort um mömmu Jóns Forseta eða Adolf Hitlers sé að ræða

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 8. nóvember 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Björnsson,fyrrum prestur, skrifar um fóstureyðingar í Morgunblaðið í dag. Hann segir að í ófullkomnum heimi geti ekki verið neinar fullkomnar lausnir og því sé ekki annað hægt að gera en að syndga hraustlega:

 „…eins og Lúter ráðlagði, sem þýðir (a) að við gerum okkur grein fyrir því, að bæði það að eignast barn og að láta eyða fóstri kann að hafa í för með sér, að afleiðingin verði hörmuleg fyrir hlutaðeigandi, og samt (b) að vera hughraust, vitandi að jafnvel slík stórmerki geta ekki gert okkur viðskila við fyrirgefandi kærleika Guðs.“

„Guð fyrirgefi mér“

Gunnar þakkar fyrir að móðir Jóns Sigurðssonar, frelsishetju Íslands, hafi ákveðið að eiga piltinn á sínum tíma:

„Þannig megum við Íslendingar þakka Guði fyrir það, að maddama Þórdís á Rafnseyri skyldi ekki láta eyða fóstri sínu um jólaleytið 1810.“

Hinsvegar virðist séra Gunnar telja það minni skaða ef móðir Adolfs Hitlers hefði látið verða af þungunarrofi árið 1888, en biður þó guð um fyrirgefningu fyrir þennan þankagang sinn:

„Aftur mundu ýmsir kalla, að það hefði verið bættur skaðinn (Guð fyrirgefi mér), þótt frú Klara (fædd Pölzl) í Braunau am Inn í Austurríki hefði gjört svo haustið 1888.“

Þungunarrof sett í samhengi

Gunnar setur orðið „þungunarrof“ í áhugavert samhengi, en orðinu er ætlað að taka við af „fóstureyðingu“ þar sem það orð hafi neikvæða merkingu:

„Núna er fóstureyðing nefnd þungunarrof, sem er dálítið eins og mannvíg væri kallað ævilyktir.“

Hvað myndi Jesús gera?

Gunnar endar á því sem margir siðapostular segja góða reglu til að skera úr um siðferðisleg ályktamál,það er að spyrja hvað Jesús hefði gert:

„Hann lætur svo ummælt á einum stað, að það séu ekki þau, sem deyða líkamann, en fá ekki deytt sálina – ekki þau, segir hann, sem við ættum að óttast mest, heldur sá, sem getur tortímt bæði líkama og sál; væntanlega á sama hátt og sá heimur, sem barn fæðist í, getur deytt það barn, sem ekki er elskað, barnið, sem ekki var óskað eftir (Matt 10.28).

Samkvæmt nýju frumvarpi um þungunarrof frá Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, verður mæðrum heimilt að eyða fóstri sínu fram að 23. viku meðgöngu, í stað 16. vikna líkt og núgildandi lög kveða á um, að gefnum vissum forsendum. Hefur frumvarpið vakið mikla umræðu og virðist fólk skiptast í fylkingar vegna málsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Logi skilinn

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Lífskjör eldri borgara á Íslandi þau bestu í heimi

Lífskjör eldri borgara á Íslandi þau bestu í heimi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjáðu hvað fjármagnseigendur „græða“ samkvæmt fjárlagafrumvarpinu -„Ofboðslega óréttlátt – ríkisstjórn ríka fólksins“

Sjáðu hvað fjármagnseigendur „græða“ samkvæmt fjárlagafrumvarpinu -„Ofboðslega óréttlátt – ríkisstjórn ríka fólksins“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Steinar greinir siðblindu

Jón Steinar greinir siðblindu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Framsókn leggur til leyfisskyldu á jarðakaupum – Forsenda fyrir eignarhaldi verði skilgreind tengsl við Ísland

Framsókn leggur til leyfisskyldu á jarðakaupum – Forsenda fyrir eignarhaldi verði skilgreind tengsl við Ísland
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Hvaða gagn gerir siðanefnd Alþingis ef þingmenn taka ekki nokkurt mark á henni?“

„Hvaða gagn gerir siðanefnd Alþingis ef þingmenn taka ekki nokkurt mark á henni?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Peningaþvætti í spilakössum á Íslandi að stórum hluta á ábyrgð ríkisins – Yfirvöld grípa í taumana

Peningaþvætti í spilakössum á Íslandi að stórum hluta á ábyrgð ríkisins – Yfirvöld grípa í taumana
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu línuritið um Ísland sem rataði ekki í kynningargögnin um OECD skýrsluna: „Hreint djöfullegt – Hvílík skömm!“

Sjáðu línuritið um Ísland sem rataði ekki í kynningargögnin um OECD skýrsluna: „Hreint djöfullegt – Hvílík skömm!“