Föstudagur 22.nóvember 2019
Eyjan

Agnes rúin trausti: 14% Íslendinga ánægðir með störf biskups

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 23. október 2018 09:01

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýr þjóðarpúls Gallup leiðir í ljós að aðeins 14% Íslendinga eru ánægðir með störf Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands.  Hlutfallið hefur hrunið á undanförnum árum en það var 27% í fyrra og 45% árið 2012, fyrsta ár Agnesar í embætti. RÚV greinir frá. Ánægja með störf biskups hefur aldrei mælst lægri en árið 2011 sögðust 19% aðspurðra vera ánægðir með með störf þáverandi biskups, Karls Sigurbjörnssonar.

Þá minnkar traust Íslendinga til Þjóðkirkjunnar um 10 prósentustig milli ára, en þriðjungur landsmanna segist treysta stofnunninni mikið eða fullkomlega. Fleiri bera lítið traust til stofnunarinnar, eða tæp fjörtíu prósent.

Meirihluti Ísæendinga er hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju en viðhorfið er nánast óbreytt milli ára.  Tæp 54 prósent eru hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju, tæp 23 prósent hvorki né og rúmlega 23 prósent eru andvíg aðskilnaði. Hlutfallið var hæst 2010 þegar 61 prósent vildu skilja að ríki og kirkju. Karlar eru hlynntari aðskilnaði en konur og yngra fólk er hlynntara honum en eldra fólk. Þá eru íbúar höfuðborgarsvæðisins hlynntari aðskilnaði en íbúar landsbyggðarinnar og menntun hefur einnig talsvert að segja. Fólk með háskólapróf er hlynntari aðskilnaði  en þeir sem hafa minni menntun.

Hægt er að kynna sér niðurstöður þjóðarpúls Gallups á vefsíðu RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Manuela gengin út?
Eyjan
Í gær

Bryndís tekur við forsætisráðuneytinu um áramótin

Bryndís tekur við forsætisráðuneytinu um áramótin
Eyjan
Í gær

Reykjavíkurborg fór 58 milljónir fram úr áætlun – Heildarkostnaður rúmlega hálfur milljarður

Reykjavíkurborg fór 58 milljónir fram úr áætlun – Heildarkostnaður rúmlega hálfur milljarður