fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Bjarni Ben: „Það er enn margt sem mig langar til að koma í framkvæmd“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 9. október 2018 20:34

Bjarni Benediktsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er í viðtali við tímaritið Þjóðmál sem kom út fyrir helgi.

Þar fer hann um víðan völl. Kemur til dæmis fram að hann hafi gert kröfu um að verða ráðherra eftir kosningarnar 2007, en eftir á að hyggja hafi hann ekki verið tilbúinn til þess:

„Ég áttaði mig á því, daginn sem ég steig hér inn í fjármálaráðuneytið, hversu mikil blessun það hafði verið fyrir mig að lenda ekki í þeirri stöðu fyrr að verða ráðherra. Ég gerði kröfu til þess eftir kosningarnar 2007, þá 37 ára, að verða ráðherra og hafði mikinn metnað til þess. En ég veit að ég var líklega ekki tilbúinn þá. Í það minnsta alls ekki jafn tilbúinn og 2013. Það er nauðsynlegt að hafa ákveðna auðmýkt fyrir verkefninu og gangast við því að metnaðurinn einn dugir ekki til að gegna svona mikilvægu starfi. Þegar stundin rann upp fann ég að ég hafði það sem til þurfti og vissi hvað ég var að gera. Það er góð tilfinning.“

Bjarni er 48 ára. Hannvar fyrst kosinn á þing árið 2003 og hefur því setið á þingi í 15 ár. Þá hefur hann verið formaður Sjálfstæðisflokksins í rúm níu ár. Hann segist þó ekki stefna á að hætta bráðlega:

„Ég get sagt að ég hef verið mun lengur en ég sá fyrir en ég hef líka lært að tilveran er mjög hverful í stjórnmálum. Þegar ég gekk inn í forsætisráðuneytið í byrjun síðasta árs var tekið vel á móti mér. Ég þakkaði starfsfólkinu fyrir móttökurnar og sagði því að ég vildi að það vissi að ég tæki því aldrei sem sjálfsögðum hlut að fá að vera þarna. Ég væri mjög meðvitaður um það að flestir sem hefðu komið inn í ráðuneytið á undanförnum árum hefðu þurft að fara áður en þeir voru tilbúnir til þess. Nú er liðið eitt ár frá því að síðasta ríkisstjórn féll og þótt okkur finnist ganga vel og allt sé með kyrrum kjörum er nauðsynlegt að muna að breytingar gera sjaldnast boð á undan sér. Það er gott að hafa áætlun, en svo þarf maður að vera tilbúinn að bregðast við aðstæðum sem skapast skyndilega.

Þú spyrð hversu lengi ég ætli að vera og við þeirri spurningu er svarið að meðan maður brennur fyrir verkefnum sínum og þeim breytingum sem maður vill sjá verða er engin ástæða til að hætta. Ég fékk góða kosningu á síðasta landsfundi og ég hef haft þá reglu að setja verkefni mín á hverjum tíma í forgang og hleypa ekki hugsunum um annað að. Ég held að um leið og ég færi að velta því fyrir mér hversu lengi ég ætlaði að vera eða hvort ég ætti að fara að hætta og fara að gera eitthvað annað, þá fjaraði krafturinn út í öllu því sem ég er að gera í dag. Það er enn margt sem mig langar til að koma í framkvæmd og ég ætla því að geyma mér allar vangaveltur um það hversu lengi ég held áfram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus