fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Sigfús fékk 106 milljónir frá borginni vegna braggans: Enginn samningur, bara taxti

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Miðvikudaginn 3. október 2018 19:00

Bragginn í Nauthólsvík og mynd innan um gluggann á náðhúsinu. Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigandi verktakafyrirtækis sem fékk 106 milljónir greiddar frá Reykjavíkurborg fyrir framkvæmdir á bragga í Nauthólsvík segir að upplýsingarnar sem borgin hefur sent frá sér vegna málsins séu ekki réttar. Samkvæmt upplýsingum frá borginni hefur verkefnið kostað 415 milljónir en að heildarkostnaðurinn liggi ekki fyrir. Segir verktakinn í samtali við Eyjuna að hann hafi samið við arkitekt um verkið, arkitekt sem er fyrrverandi starfsmaður borgarinnar og hafi samið við sig í nafni starfsmanns borgarinnar.

Umræður um svokallaðan braggablús í Nauthólsvík fóru fram í borgarstjórn Reykjavíkur í gær og óskaði Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, eftir því á fundi borgarstjórnar að óháð rannsókn yrði gerð vegna þess kostnaðar sem nú þegar hefur farið umtalsvert fram úr áætlun. Þeirri tillögu var hafnað án atkvæðagreiðslu innan borgarstjórnar en lagði þá meirihlutinn til þess í stað að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar skoðaði málið og var sú tillaga samþykkt með 12 atkvæðum gegn 10. Vigdís hefur gagnrýnt verkefnið harðlega og sagt að útlitið á verkinu í dag bendi til að kostnaðurinn muni fara yfir hálfan milljarð þegar upp er staðið.

Sjá einnig: Vigdís tók myndir inn um gluggann á „klósettinu“ í Nauthólsvík

Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg um kostnað vegna enduruppgerðar á bragganum að Nauthólsvegi 100 kemur fram að verktakafyrirtækið Smiðurinn þinn Slf hafi fengið um 106 milljónir króna vegna framkvæmda á húsnæðinu. Sigfús Örn Sigurðsson, eigandi fyrirtækisins, segir í samtali við Eyjuna að upplýsingarnar sem Reykjavíkurborg hafi sent frá sér væru ekki réttar, þar sem ekkert hafi komið fram að um efniskaup hafi verið að ræða.

Sjá einnig: Braggablúsinn kominn í 415 milljónir -Endanlegur kostnaður liggur ekki fyrir

Segir Sigfús að um 67 milljónir hafi farið í vinnu og afgangurinn, eða 38 milljónir hafi farið í efniskostnað. Ekkert kemur fram í yfirliti Reykjavíkurborgar um þennan efniskostnað.

„Ég sendi Reykjavíkurborg sundurliðaða reikninga þar sem kom skýrt fram hvað var efniskostnaður og hvað var vinna, en samt birta þeir þetta svona.“

Sigfús segir einnig að engir samningar hafi verið gerðir á milli hans og Reykjavíkurborgar heldur eingöngu samið um taxta í tölvupóstsamskiptum. Sigfús samdi við Margréti Leifsdóttur, eiganda Arkibúllunnar, en hún var arkitekt verkefnisins. Margrét var ráðin til verkefnisins án útboðs eða hönnunarsamkeppni. Fékk fyrirtæki hennar greiddar 28,3 milljónir króna vegna verkefnisins. Margrét, sem er fyrrverandi starfsmaður Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Eyjuna að hún hafi rætt við Sigfús í umboði Ólafs I. Halldórssonar, starfsmanns Reykjavíkurborgar, og samið við hann um greiðslur vegna verksins.

Nánar verður fjallað um málið hér á Eyjunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki