fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Sníkjur og tilætlunarsemi lífsstílsbloggaranna

Egill Helgason
Föstudaginn 19. janúar 2018 14:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sem kallast á íslensku lífsstílsblogg byggist aðallega upp á að sníkja hluti, reyna að fá þá ókeypis eða ódýrt, gegn því að segja eitthvað fallegt um þann sem lætur varninginn eða þjónustuna í té. Þetta tíðkast líka á ýmsum samskiptamiðlum og það eru einstaklingar sem fást við þessa iðju nánast fúlltæm.

Annað heiti sem er notað yfir þetta er „áhrifavaldar“.

Mörkin milli umfjöllunar og auglýsinga eru þarna orðin býsna óljós. Lífsstílsbloggarinn hrósar veitingastað eða verslun – einfaldlega vegna þess að hann þurfti ekki að borga. Lesandinn veit minnst um þetta, hann fer á eftir í góðri trú. Það sem er um að ræða getur verið ýmislegt, bröns á veitingastað, gisting á hóteli, fatnaður í verslun. Og svo eitthvað ennþá dýrara.

Margir sem reka fyrirtæki núorðið fara ekki varhluta af þessari tegund af sníkjum. Á vefnum Business Insider má lesa um hótelstjóra í Dublin sem fór illa út úr þessu.

Lífsstílsbloggarinn Elle Darby hafði samband við Paul Stenson sem rekur veitingahúsið The White Moose Cafe og hótelið Charleville Lodge. Darby er með 87 þúsund fylgjendur á YouTube og 76 þúsund manns á Instagram skrifaði Stenson og sagðist vilja fá ókeypis gistingu í fimm nætur í skiptum fyrir umfjöllun um hótelið. Hún sagðist árið áður hafa „unnið með“ Universal í Orlando í Florida – sem hefði verið frábært fyrir þá…

Stenson svaraði og sagði að það þyrfti nokkra framhleypni til að skrifa svona bréf, og kannski nokkurn skort á sjálfsvirðingu. Og svo spurði hann hverjir myndu borga kaup þeirra sem sæju um að þjónusta Elle Darby dagana sem hún dveldi á hótelinu?

Darby fór með þetta á YouTube þar sem henni var svo mikið um að hún nánast brotnaði saman. Skömmunum rigndi yfir Stenson hótelstjóra sem vildi ekki leyfa henni að gista ókeypis. Hann svaraði með því að lýsa því yfir að framvegis væru allir lífsstílsbloggaðir bannaðir á hótelinu sínu og veitingahúsinu.

Eins og hann sagði, það er ekki hægt að treysta þessu fólki, hún myndi tala vel um hótelið mitt einungis vegna þess að hún fengi að gista ókeypis.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt