fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Stuðningsmenn Flokks fólksins „snúsa“ mest

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 3. september 2018 15:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir eru kunnugir hugtakinu að „snúsa“, en það er þegar vekjaraklukkan hringir, en þú seinkar næstu hringingu um einhverjar mínútur í viðbót og frestar því framúrförinni sem því nemur.

Samkvæmt könnun MMR er það stuðningsfólk Flokks fólksins sem stundar þetta mest, þegar horft er til stjórnmálaskoðana Íslendinga.

Af stuðningsfólki Framsóknarflokksins kváðust 60% ekki „snúsa“ á morgnanna sem er hærra hlutfall en hjá stuðningsfólki annarra flokka.

Einungis 36% stuðningsfólks Framsóknar kvaðst „snúsa“ einu sinni eða oftar á morgnanna en mestu „snúsararnir“ reyndust stuðningsfólk Flokks fólksins (57%), Viðreisnar (56%) og Pírata (55%).

Athygli vekur að stuðningsfólk Viðreisnar var sérlega kræft í „snúsinu“ en 25% þeirra kváðust „snúsa” fimm sinnum eða oftar á morgnanna.

 

Samkvæmt könnuninni reyndust Íslendingar öllum svefnværari heldur en svarendur sambærilegra breskra og bandarískra kannana, þar sem einungis 14% Breta og 15% Bandaríkjamann sögðust „snúsa“ þrisvar eða oftar á morgnana, samanborið við rúm 17% Íslendinga. Bretarnir reyndust einnig styðja sig minna við vekjaraklukkur en heil 21% Bretanna sögðust ekki notast við slík óhljóðatól til að vakna á morgnanna, samanborið við einungis 13% Íslendinga og 8% Bandaríkjamanna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast