fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

Félag atvinnurekenda stefnir ríkinu – Vilja milljarða endurgreiðslur vegna tolla á búvörur

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 3. september 2018 08:35

Sauðfé - Mynd tengist frétt ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm innflutningsfyrirtæki hafa stefnt íslenska ríkinu til endurgreiðslu á ofteknum sköttum í formi tolla á landbúnaðarvörur. Kröfurnar eru upp á um þrjá milljarða, en um milljarður bætist við vegna vaxta og dráttarvaxta. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.

Lögmaður Félags atvinnurekenda, Páll Rúnar M. Kristjánsson rekur málið, en hann hefur í þrígang höfðað álíka mál fyrir hönd félagsmanna FA vegna útboðsgjalda sem ríkið lagði á viðkomandi vegna úthlutunar á tollfrjálsum innflutningskvótum búvara. Vegna þeirra málaferla hefur ríkið þurft að endurgreiða um þrjá milljarða króna.

Bitbeinið að þessu sinni er svipað að sögn Páls, að tollarnir teljist sem skattar, samkvæmt hugtakinu eins og það birtist í stjórnarskrá. Því geti það ekki verið „val ráðherra hvort skattar eru lagðir á eða ekki.“

Hann segir einnig að verði valkvæðar heimildir til skatttöku festar í lög, yrðu lagalegar afleiðingar þær að gjaldtakan yrði ólögmæt í heild sinni.

Páll Rúnar vonast til að niðurstaða fáist í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir áramót.

Gamaldags nálgun

„Það er knýjandi þörf á að endurskoða landbúnaðarkerfið og það á enginn að vera hræddur við það. Það er hægt að styrkja bændur með öðrum hætti en að vernda þá með tollmúrum. Verndartollar eru gamaldags nálgun að því hvernig hægt er að byggja þetta kerfi upp. Við trúum því að opinn og frjáls markaður sé af hinu góða. Það þarf að fara í markvissari stuðning við bændur. Það verður fróðlegt að sjá hvernig ríkisstjórnin tekur á þessum málum.“

segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.

Ólafur Stephensen, framkvæmdarstjóri Félags atvinnurekenda tekur í sama streng:

„Sé það yfirhöfuð réttlætanlegt að vernda innlenda framleiðslu með tollum þá verður sú framleiðsla að standa undir eftirspurn. Hér eru lagðir tollar á fjölmargar tegundir matvæla sem eru ekki einu sinni framleidd á Íslandi. Það verður að spyrja hvaða hagsmuni verið sé að vernda með því.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbeinn spyr hvort Íslendingar þurfi róttæka vinstri hreyfingu – „Ég er hreint ekki sannfærður“

Kolbeinn spyr hvort Íslendingar þurfi róttæka vinstri hreyfingu – „Ég er hreint ekki sannfærður“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halldór Auðar snýr baki við Pírötum – „Niðurstaða kosninganna fyrst og fremst endurspeglun á löskuðu innra starfi“

Halldór Auðar snýr baki við Pírötum – „Niðurstaða kosninganna fyrst og fremst endurspeglun á löskuðu innra starfi“