Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir var kjörin formaður Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF) á 43. Sambandsþingi hreyfingarinnar sem fór fram um helgina í Hriflu, hátíðarsal Háskólans á Bifröst. Lilja hlaut 82,1% greiddra atkvæða.
Lilja Rannveig er 22 ára nemi í grunnskólafræðum og skólaliði í Grunnskóla Borgarbyggðar. Hún búsett í Bakkakoti í Borgarbyggð með maka sínum, Ólafi Daða, og 8 mánaða syni þeirra, Hauki Axel. Lilja Rannveig hefur tekið virkan þátt í starfi Framsóknarflokksins, þar á meðal í stjórn SUF ásamt því að vera annar varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi.
,,Ég er virkilega þakklát fyrir traustið sem mér er sýnt til þess að gegna embætti formanns Sambands ungra Framsóknarmanna. Sambandið fagnar 80 ára afmæli í ár og skipar mikilvægan sess í starfi flokksins. Sem formaður mun ég leggja áherslu á jafnrétti til menntunar, geðheilbrigðismál ungs fólks og umhverfismál. Þá mun ég vinna að því að gera starf SUF sýnilegra út á við og styrkja innra starf SUF. ‘‘
sagði Lilja Rannveig, nýkjörin formaður SUF.
Þá voru eftirtaldir aðilar kosnir í 12 manna stjórn SUF:
Aðalheiður Björt Unnarsdóttir
Bjarni Dagur Þórðarsson
Gunnar Sær Ragnarsson
Hildur Guðbjörg Benediktsdóttir
Jóhann H. Sigurðsson
Karítas Ríkharðsdóttir
Páll Marís Pálsson
Snædís Karlsdóttir
Sveinn Margeir Hauksson
Sæþór Már Hinriksson
Tanja Rún Kristmannsdóttir
Thelma Harðardóttir