fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

Lilja Rannveig nýr formaður Sambands ungra Framsóknarmanna

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 2. september 2018 17:13

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir var kjörin formaður Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF) á 43. Sambandsþingi hreyfingarinnar sem fór fram um helgina í Hriflu, hátíðarsal Háskólans á Bifröst. Lilja hlaut 82,1% greiddra atkvæða.

Lilja Rannveig er 22 ára nemi í grunnskólafræðum og skólaliði í Grunnskóla Borgarbyggðar. Hún búsett í Bakkakoti í Borgarbyggð með maka sínum, Ólafi Daða, og 8 mánaða syni þeirra, Hauki Axel. Lilja Rannveig hefur tekið virkan þátt í starfi Framsóknarflokksins, þar á meðal í stjórn SUF ásamt því að vera annar varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi.

,,Ég er virkilega þakklát fyrir traustið sem mér er sýnt til þess að gegna embætti formanns Sambands ungra Framsóknarmanna. Sambandið fagnar 80 ára afmæli í ár og skipar mikilvægan sess í starfi flokksins. Sem formaður mun ég leggja áherslu á jafnrétti til menntunar, geðheilbrigðismál ungs fólks og umhverfismál. Þá mun ég vinna að því að gera starf SUF sýnilegra út á við og styrkja innra starf SUF. ‘‘

sagði Lilja Rannveig, nýkjörin formaður SUF.

Þá voru eftirtaldir aðilar kosnir í 12 manna stjórn SUF:
Aðalheiður Björt Unnarsdóttir
Bjarni Dagur Þórðarsson
Gunnar Sær Ragnarsson
Hildur Guðbjörg Benediktsdóttir
Jóhann H. Sigurðsson
Karítas Ríkharðsdóttir
Páll Marís Pálsson
Snædís Karlsdóttir
Sveinn Margeir Hauksson
Sæþór Már Hinriksson
Tanja Rún Kristmannsdóttir
Thelma Harðardóttir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 3 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“