fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

Ljósmæður ósáttar: „Úrskurður gerðardóms mikil vonbrigði“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 31. ágúst 2018 17:01

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ljósmæðrafélag Íslands (LMFÍ) fagnar því að gerðardómur, sem skipaður var af ríkissáttasemjara til þess að fjalla um launasetningu ljósmæðra, hafi skilað niðurstöðu. Hins vegar veldur niðurstaðan félaginu miklum vonbrigðum. Úrskurður gerðardóms felur ekki í sér nýtt mat á verðmæti starfs ljósmæðra, eins og væntingar voru um,“

segir í tilkynningu frá Ljósmæðrafélagi Íslands.

Félagið harmar að gerðardómur hafi ekki lagt sitt af mörkum til þess að leiðrétta stöðu ljósmæðra:

„Gerðardómi var ætlað að meta og verðleggja störf ljósmæðra með tilliti til menntunar, ábyrgðar, álags og inntaks starfs. Líkt og tekið er fram í greinargerð með úrskurðinum eru tímalengd náms ljósmæðra sambærilegt við nám lækna og tannlækna. Hér er um að ræða fagfólk sem á það sameiginlegt að sinna sjálfstæðri greiningu og meðferð og bera mikla faglega ábyrgð. Í greinargerðinni kemur vel fram hve laun ljósmæðra hafa dregist mikið aftur úr miðað við laun annarra hópa undanfarinn áratug. Óhætt er að fullyrða að launaleiðrétting sem ljósmæður fengu árið 2008 er nánast að engu orðin nú tíu árum síðar. Í kjarasamningi LMFÍ og ríkisins, sem undirritaður var í júlí sl., er ljósmæðrum tryggð ákveðin hækkun grunnlauna en engu að síður vantar töluvert upp á að launaleiðrétting nú geri ljósmæður jafnsettar launalega og þær voru 2008. LMFÍ harmar að gerðardómur skuli ekki hafa lagt sitt af mörkum til að leiðrétta þessa stöðu.“

Telst ekki kjarabót

„LMFÍ átti von á afdráttarlausri niðurstöðu sem væri til þess fallin að skera úr um ágreining milli ljósmæðra og ríkisins hvað varðar verðmæti starfsins og kjaramál stéttarinnar. Í stað þess felur samantekt gerðardóms í sér ýmsar tillögur og ábendingar um atriði eins og vinnutíma, starfsþróun og þátttöku í tilraunaverkefnum. LMFÍ bendir á að þessi atriði hafa verið til umræðu á samningstímanum án árangurs. Þá telur LMFÍ að gerðardómur sé að varpa ábyrgð sinni yfir á aðra þegar hann bendir á að líklegt sé að jafnlaunavottun og starfsmat komi til með að formfesta kröfur sem gerðar eru til ljósmæðra. Félagið fagnar því að ljósmæðranemar fái nú greitt fyrir starfsnám sitt en það telst þó ekki kjarabót fyrir starfandi ljósmæður þar sem ljósmæðranemar eru ekki félagsmenn í LMFÍ og vekur því nokkra furðu að gerðardómur hafi tekið afstöðu til þess nú.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þórdís Kolbrún svarar gagnrýni Hannesar – „Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu“

Þórdís Kolbrún svarar gagnrýni Hannesar – „Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“