fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

Dagsektir vegna rafstrætó 20 milljónir –  Dómstólaleiðin farin náist ekki samkomulag

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 30. ágúst 2018 12:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverski rafbílaframleiðandinn Yutong Eurobus, sem Reykjavíkurborg samdi við um kaup á 14 rafstrætisvögnum, hefur þurft að greiða Reykjavíkurborg um 20 milljónir í dagsektir síðan í fyrra, þegar fyrsta afhending átti að fara fram, en stóðst ekki. Alls níu vagnar hafa þegar verið afhentir en Jóhannes Rúnarsson, forstjóri Strætó, segir við Morgunblaðið í dag að hann búist við fimm vögnum um mánaðarmótin október-nóvember. Hann segir ekki liggja fyrir í hvaða upphæð dagsektirnar endi:

„Ég er bjartsýnn á að Kínverjarnir geti staðið við þann afhendingartíma. Það munu væntanlega fara fram viðræður áður en síðustu vagnarnir verða afhentir, um það hversu háar dagsektirnar verða að lokum. Það er ekki komið í ljós ennþá hversu há endanleg upphæð verður.“

Þá sagði hann einnig að ef ekki næðist samkomulag um upphæðir, væri eina úrræðið að skjóta málinu til dómsstóla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?