fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Brestir í viðræðum Bandaríkjanna og Norður-Kóreu um kjarnorkumál

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 30. ágúst 2018 17:00

Kim Jong-un og Donald Trump.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á leiðtogafundi Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu, í Singapore 12. júní var tilkynnt að ríkin ætluðu að semja um kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu. En síðan hefur lítið gerst í þeim málum. Nú hafa bandarísk stjórnvöld sagt að ekki sé útilokað að hefja aftur heræfingar í Suður-Kóreu en það var eitt af lykilatriðunum í samningi leiðtoganna að slíkum æfingum yrði hætt. Það þykir til marks um að viðræðurnar séu í öngstræti að bandarísk stjórnvöld íhugi nú að hefja æfingar á nýjan leik.

Á undanförnum vikum hafa borist fregnir af slæmu gengi í viðræðunum og bandarískir fjölmiðlar hafa velt því upp hvort viðræðurnar séu komnar í algjört öngstræti. CNN skýrði nýlega frá því að stjórnvöld í Norður-Kóreu hafi sent harðort bréf til Hvíta hússins þar sem hótað var að hætta samningaviðræðum þar sem Bandaríkin hafi ekki getað staðið undir væntingum norðanmanna.

Mike Pompeo, utanríkisráðherra, átti að vera í Norður-Kóreu nú í vikunni til að halda viðræðum áfram en ferð hans var aflýst.

Þá kom nýlega fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna að ekki hefði dregið úr umsvifum á kjarnorkutilraunasvæðum Norður-Kóreu. Bæði bandarískar og suður-kóreskar leyniþjónustur segja það sama.

Ef rétt reynist að hugur hafi ekki fylgt máli hjá Norður-Kóreu er það mikill ósigur fyrir Donald Trump sem hefur ekki sparað lýsingarnar á árangri fundarins og hefur hælt sjálfum sér í hástert fyrir að hafa náð samningum við Norður-Kóreu.

Meðal embættismanna í Washington er sú skoðun ansi algeng að Kim Jong-un hafi leikið tveimur skjöldum allan tímann og hafi aldrei haft í hyggju að láta af kjarnorkuvopna- og eldflaugabrölti sínu. Leiðtogafundurinn hafi aðeins verið gott tækifæri til að sýna sig með valdamesta manni heims og reyna að bæta ímynd Norður-Kóreu út á við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Dulbúinn kaupauki: Sérréttindi opinberra starfsmanna 

Dulbúinn kaupauki: Sérréttindi opinberra starfsmanna 
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben