fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

Bæjarstjórinn gerir gróðavonir formanns FH að engu: „Skýrt skal tekið fram að ekki mun koma til frek­ari greiðslna til FH af hálfu bæj­ar­fé­lags­ins“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 30. ágúst 2018 08:57

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, skrifar í Morgunblaðið í dag hvar hún tjáir sig um deiluna um byggingu knatthúss í Kaplakrika. Segist hún vilja koma á framfæri staðreyndum málsins, vegna misvísandi umræðu.

Jón Rúnar Halldórsson, formaður FH, sagði við Vísi á dögunum að hann teldi víst að FH myndi hljóta allt að helmingi hærri upphæð en þær 790 milljónir sem ráðgert er að FH hljóti fyrir þrjú mannvirki á sínu svæði:

„FH á, fyrir utan knatthúsin, verulega fjármuni í þessum eignum. En til að klára málið og koma þessu máli öllu af stað eru þessar eignir sérteknar þarna fram. Síðan, þegar það kemur loks endanleg niðurstaða í eignaskiptinguna alla saman, þá loksins er hægt að skilgreina þetta. Og miðað við þessa upphæð sem við tókum að okkur að byggja knatthúsið fyrir; þessar 790 milljónir, þá eru það væntingar okkar miðað við okkar útreikninga að við eigum hátt í tvöfalt þessa upphæð sem um er að ræða, fyrir utan fótboltahúsin tvö.“

Engar frekari greiðslur

Í máli Rósu kemur hinsvegar fram að ekki muni koma til frekari greiðslna:

„Nú hef­ur Hafn­ar­fjarðarbær gert ramma­sam­komu­lag við FH sem ger­ir ráð fyr­ir eigna­skipt­um, þ.e. að Hafn­ar­fjarðarbær greiði alls 790 millj­ón­ir króna fyr­ir þrjú mann­virki á svæðinu, íþrótta­hús og tvö knatt­hús. Í staðinn byggi fé­lagið sjálft þriðja knatt­húsið á eig­in ábyrgð fyr­ir þessa sömu fjár­hæð. Í samn­ingn­um er kveðið á um að nýja húsið verði eign fé­lags­ins, í því fel­ast eigna­skipt­in.

Einnig var samið um að sér­stak­ur hóp­ur, svo­nefnd­ur Kaplakrika­hóp­ur, yrði skipaður og hefði meðal ann­ars fjár­hags­legt eft­ir­lit með fram­kvæmd­inni og að greiðslur frá bæn­um verði innt­ar af hendi eft­ir fram­vindu verks­ins. Hóp­ur­inn er skipaður óháðum sér­fræðing­um og full­trú­um bæj­ar­ins og fé­lags­ins. Verk­efni hóps­ins er einnig að fulln­usta eigna­skipt­in á Kaplakrika en skýrt skal tekið fram að ekki mun koma til frek­ari greiðslna til FH af hálfu bæj­ar­fé­lags­ins vegna þeirra.“

 

Rósa nefnir einnig að fjárútlátin til FH muni engin áhrif hafa á fjárhagsáætlun bæjarins:

„Fjár­heim­ild­in, 200 millj­ón­ir króna er til staðar og þótt hér sé verið að kaupa hús­næði í stað þess að fram­kvæma er ein­ung­is um til­færslu inn­an mála­flokks að ræða sem leiðir hvorki til hækk­un­ar né lækk­un­ar. Allt tal um annað er rangt.

Það eina sem vak­ir fyr­ir meiri­hluta bæj­ar­stjórn­ar í þessu máli er að halda fjár­hags­áætl­un og ráðstafa þeim fjár­mun­um sem fyrri meiri­hluti bæj­ar­stjórn­ar hafði ákveðið til upp­bygg­ing­ar á knatt­spyrnuaðstöðu í Kaplakrika. Full­trú­ar meiri­hlut­ans eru með hags­muni hafn­firskra skatt­greiðenda í huga. Hér er ekki um neina eft­ir­gjöf eða óeðli­lega fyr­ir­greiðslu til FH að ræða.

Stefna nú­ver­andi meiri­hluta er að halda áfram á braut aga og aðhalds­semi í rekstri bæj­ar­ins. Hvergi verður hvikað í þeim efn­um. Samn­ing­ur­inn við FH mun spara um 300 millj­ón­ir króna miðað við að bær­inn hefði sjálf­ur staðið að bygg­ingu húss­ins. Það eru aðal­atriði máls­ins.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbeinn spyr hvort Íslendingar þurfi róttæka vinstri hreyfingu – „Ég er hreint ekki sannfærður“

Kolbeinn spyr hvort Íslendingar þurfi róttæka vinstri hreyfingu – „Ég er hreint ekki sannfærður“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halldór Auðar snýr baki við Pírötum – „Niðurstaða kosninganna fyrst og fremst endurspeglun á löskuðu innra starfi“

Halldór Auðar snýr baki við Pírötum – „Niðurstaða kosninganna fyrst og fremst endurspeglun á löskuðu innra starfi“