fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

Mynd dagsins: Verkfræðiundur í Hafnarfirði – Þrautabraut fyrir afreksmenn í hjólastólum eða barnavagnafitness ?

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 29. ágúst 2018 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd dagsins er að öllum líkindum tekin í Skarðshlíð, nýju hverfi sem mun liggja utan við Vellina í Hafnarfirði. Á myndinni má sjá steyptar tröppur með aðgengi fyrir fatlaða og barnavagna, ef aðgengi skyldi kalla, því tröppurnar eru býsna brattar, svo ekki sé meira sagt.

Ekki skal þó hrapað að ályktunum, því mögulega er um að ræða þrautabraut fyrir afreksmenn í hjólastólum og/eða barnavagnafitness.

Alltént er ljóst að þeir sem eiga leið hjá í hjólastól þurfi að vera býsna handsterkir, eða rafmagnshjólastóll þeirra með öflugu fjórhjóladrifi, því leiðin verður seint sögð greiðfær.

Þá er ekki er víst að mæður, feður eða barnapíur/barnagæjar taki áhættuna á að fara upp eða niður tröppurnar með barnavagn, enda gæti illa farið skriki þeim fótur, eða missi gripið.

Má segja að um sannkallað verkfræðiundur sé að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbeinn spyr hvort Íslendingar þurfi róttæka vinstri hreyfingu – „Ég er hreint ekki sannfærður“

Kolbeinn spyr hvort Íslendingar þurfi róttæka vinstri hreyfingu – „Ég er hreint ekki sannfærður“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halldór Auðar snýr baki við Pírötum – „Niðurstaða kosninganna fyrst og fremst endurspeglun á löskuðu innra starfi“

Halldór Auðar snýr baki við Pírötum – „Niðurstaða kosninganna fyrst og fremst endurspeglun á löskuðu innra starfi“