fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Eyjan

Leggur áherslu á sjálfbæra nýtingu og vernd hafsvæða á ráðstefnu sjávarútvegsráðherra

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 29. ágúst 2018 11:45

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sat 23. ráðstefnu sjávarútvegsáðherra Norður-Atlantshafsins í Þórshöfn í Færeyjum 27.-28. ágúst. Þau ríki sem funda eru Ísland, Færeyjar, Kanada, Noregur, Rússland, Grænland og Evrópusambandið fyrir hönd aðildarríkja þess. Hafa þessar ráðstefnur í gegnum árin nýst vel sem umræðuvettvangur fyrir ráðherrana um fiskveiði og fiskveiðistjórnun. Þema ráðstefnunar að þessu sinni var „Sjálfbær stjórnun auðlinda hafsins.“

Í ræðu sinni á fundinum lagði Kristján Þór sérstaka áherslu á sjálfbæra nýtingu og vernd hafsvæða og mikilvægi þess að þjóðir við Norður-Atlantshaf komi sér saman um hvernig megi nýta deilistofna með sjálfbærum hætti. Þá lagði hann jafnframt áherslu á mikilvægi hafrannsókna og að efling þeirra væri í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Íslands.

Kristján Þór átti á þriðjudag tvíhliða fund með m.a. Karmenu Vella, framkvæmdastjóra umhverfis- og sjávarútvegsmála hjá Evrópusambandinu. Á fundinum var m.a. rætt um hvernig þjóðir heimsins geti komið sér saman um sjálfbæra nýtingu hafsvæða og hvernig koma megi á samningum um nýtingu deilistofna í Norður-Atlantshafi. Jafnframt var rætt um samning um nýtingu fiskistofna í Norður-Íshafi sem verður staðfestur af ráðherrum ríkjanna í Ilullisat í Grænlandi í byrjun október. Loks var rætt um tvíhliða fiskveiðisamning Íslands og ESB og framtíð hans.

Undir lok ráðstefnunnar var tilkynnt að næsta ráðstefna sjávarútvegsráðherra Norður-Atlantshafsins muni fara fram á Íslandi á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn