Mynd dagsins tók Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík og birti á Facebook-síðu sinni.
Myndin er af strætó, en auglýsingin sem prentuð er utan á strætisvagninn virðist fara fyrir brjóstið á Vigdísi, en þar stendur: „Besta leiðin fyrir góða fólkið og vonda fólkið“
Vigdís skrifar sjálf: „Nei – Þetta er ekki grín !!!“
Það er auglýsingastofan TVIST sem sér um auglýsingaherferð Strætó, en þeir sem fylgst hafa með þjóðmálaumræðunni síðastliðin ár kannast við hugtakið „góða fólkið“ sem sagt er hreiðra um sig á ýmsum samfélagsmiðlum, ekki síst Twitter.
Gaman væri að heyra frá lesendum hvaðan hugtakið „góða fólkið“ er komið og yfir hverja það nær, en Eva Hauksdóttir fjallaði um hugtakið í pistli árið 2013.
Elliði Vignisson, þáverandi bæjarstjóri Vestmannaeyja, fjallaði einnig um hugtakið í pistli í aðsendri grein á Kjarnanum árið 2014.