fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

Heildartekjur einstaklinga 6,4 milljónir króna á ári að meðaltali í fyrra – Garðabær með hæstu heildartekjurnar

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 27. ágúst 2018 10:42

Garðatorg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2017 voru heildartekjur einstaklinga að meðaltali 6,4 milljónir króna á ári og mánaðartekjur að jafnaði 534 þúsund krónur sem er um 6,7% hærra en árið áður sé miðað við verðlag ársins 2017. Þá var miðgildi heildartekna 5,0 milljónir króna eða 416 þúsund krónur á mánuði sem þýðir að annar hver einstaklingur hafði mánaðartekjur undir þessari upphæð. Miðgildi heildartekna hækkaði um 7,1% miðað við verðlag ársins 2017. Þetta kemur fram á vef hagstofu Íslands.

Frá árinu 2000 jókst miðgildi heildartekna jafnt og þétt til ársins 2007. Næstu þrjú árin þar á eftir lækkuðu heildartekjur alls um rúmlega 20%. Síðan þá hafa meðaltekjur verið á uppleið og eru nú nálægt því sem þær voru árið 2007 á verðlagi ársins 2017. Samsetning tekna hefur þó breyst þannig  að hlutdeild fjármagnstekna í heildartekjum er að meðaltali minni nú en var í kringum árið 2007.  Hafa ber í huga að þessi meðaltöl byggja á einstaklingum 16 ára og eldri.

Af tíu fjölmennustu sveitarfélögunum var meðaltal heildartekna hæst í Garðabæ eins og síðustu ár eða 8,2 milljónir króna. Þar á eftir kemur Kópavogur með meðaltekjur upp á 6,9 milljónir króna. Hækkun milli ára er svipuð hjá þessum stærstu sveitarfélögum. Hafa ber í huga að öfgagildi geta haft töluverð áhrif á meðaltekjur og þá sérstaklega í smærri sveitarfélögum.

Um tekjutölfræði úr skattframtölum

Hagstofan birtir nú talnaefni á vef um tekjur einstaklinga árin 1990 til 2017 skipt eftir sveitarfélögum, aldri og kyni. Birtar eru töflur eftir sveitarfélagaskipan hvers árs annars vegar og hins vegar sveitarfélagaskipan eins og hún var 1. janúar 2017. Um er að ræða heildar-, atvinnu-, fjármagns- og ráðstöfunartekjur ásamt öðrum tekjum og sköttum. Niðurstöður byggja á skattframtölum einstaklinga sem eru skattskyldir hér á landi og skilað hafa framtali til ríkisskattstjóra.

Gögnin eru samanburðarhæf á milli ára þar sem beitt er samræmdum aðferðum frá ári til árs en vakin er athygli á því að forskráning gagna í skattframtöl hefur aukið upplýsingagæði þeirra hin síðari ár sem getur haft áhrif á samanburð. Við samanburð á sveitarfélögum er mikilvægt að hafa í huga að sveitarfélögin eru mjög misstór.

Talnaefni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 3 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“