fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

Yfir 1000 fóstureyðingar framkvæmdar hér á landi í fyrra

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 24. ágúst 2018 05:32

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls voru 1,044 fóstureyðingar framkvæmdar hér á landi árið 2017, samkvæmt tölum frá Landlæknisembættinu. Morgunblaðið greinir frá. Það eru 23 fleiri en árið á undan. Er þetta í annað sinn sem fóstureyðingar hér á landi fara yfir 1000 á einu ári.

Alls fóru 552 konur í fóstureyðingu, flestar á aldrinum 20-29 ára. Alls 57% þeirra voru ekki í sambúð en um 43% voru giftar eða í sambúð.

Uppgefnar forsendur fyrir fóstureyðingu var í langflestum tilfellum sagðar félagslegar, eða í 1,007 tilfellum. Þá voru ástæðurnar sagðar læknisfræðilegar í 36 tilfellum og eitt tilfelli var ótilgreint.

Flestar konur fara í fóstureyðingu þar sem notast er við lyfjagjöf, eða 786, en 257 fóru í aðgerð. Fram að árinu 2003 voru flestar fóstureyðingar framkvæmdar með aðgerð, en fóstureyðing með lyfjagjöf hefur stórfjölgað síðan þá.

Af þeim 1,044 konum sem fóru í fóstureyðingu í fyrra höfðu alls 244 farið áður í fóstureyðingu. Alls 84 konur höfðu farið tvisvar og 48 konur höfðu farið þrisvar sinnum.

Alls 845 konur voru gengnar minna en níu vikur, 147 höfðu gengið 9-12 vikur, 37 konur voru gengnar 13-16 vikur, fjórar konur voru komnar á 17-20 viku, og níu voru gengnar yfir 20 vikur.

 

Alls 542 karlar fóru í ófrjósemisaðgerð á síðasta ári, svonefnda herraklippingu.

Alls 96 konur gengust undir ófrjósemisaðgerð. Aðgerðum karla hefur fjölgað á síðustu árum, meðan aðgerðum hjá konum hefur fækkað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbeinn spyr hvort Íslendingar þurfi róttæka vinstri hreyfingu – „Ég er hreint ekki sannfærður“

Kolbeinn spyr hvort Íslendingar þurfi róttæka vinstri hreyfingu – „Ég er hreint ekki sannfærður“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halldór Auðar snýr baki við Pírötum – „Niðurstaða kosninganna fyrst og fremst endurspeglun á löskuðu innra starfi“

Halldór Auðar snýr baki við Pírötum – „Niðurstaða kosninganna fyrst og fremst endurspeglun á löskuðu innra starfi“