fbpx
Miðvikudagur 06.júlí 2022
Eyjan

Eru símar íslenskra þingmanna „hakkaðir“ ? – „Eftir því sem ég best veit þá eru engar svona öryggisráðstafanir í notkun hér á landi“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 13. ágúst 2018 19:30

Björn Leví Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir engar öryggiskröfur gerðar til þingmanna, svo hann viti til, varðandi að taka með sér farsíma og tölvur í ferðalög erlendis, hvar hætta er á að gögnum sé stolið úr þeim, jafnvel án vitneskju eigandans.

Tilefni ummæla Björns er frétt Kjarnans um að norski sjávarútvegsráðherrann Per Sandberg ætli að segja af sér embætti, þar sem hann hafi brotið öryggisreglur embættis síns, er hann tók með sér farsímann sinn til Írans, í ótillkynntri ferð sinni þangað með kærustu sinni.

„Þetta er nefnilega eitt af þeim atriðum sem sérfræðingur í öryggismálum benti á í vor þegar hún var með kynningu fyrir þingmenn og starfsmenn þingsins. Þú átt einfaldlega ekki að taka vinnusímann þinn með þegar þú ferð til útlanda og fara mjög varlega í að nálgast hin ýmsu gögn sem krefjast auðkenningar til þess að ná í … og gefa aðgang að öðrum upplýsingum með sama auðkenni. Eftir því sem ég best veit þá eru engar svona öryggisráðstafanir í notkun hér á landi. Það verður þó áhugavert að komast að því,“

segir Björn á Facebook.

Íslenskir þingmenn með síma sína erlendis

Í samtali við Eyjuna sagðist Björn vita af íslenskum þingmönnum sem færu með síma sína erlendis:

„Það gæti verið skilgreiningaratriði eftir löndum hversu áhættusamt þetta er og hvar þurfi að fara varlega í þessum efnum, en já, eftir því sem ég best veit hafa íslenskir þingmenn farið með síma sína erlendis. Þá er vert að minna á dæmið úr Icesave, þar sem samninganefndin íslenska mætti til fundar við þá bresku og bretarnir vissu um allt fyrirfram, þar sem tölvupóstssamskipti þeirra voru ekki dulkóðuð. Bretarnir gátu einfaldlega lesið öll tölvupóstssamskiptin.“

Hann segist ekki vita til þess að þingmönnum hér á landi sé bannað að taka með sér síma og fartölvur erlendis, en áhættan sé þeim ljós, þar sem bandarískur sérfræðingur var með fyrirlestur um öryggismál í vor. Þá segir hann upplýsinga- og tölvuþjónusta þingsins krefjast ákveðinna varúðarráðstafanna er varðar pin númer og slíkt, en þær kröfur séu almennar og nái ekki utan um þetta tiltekna mál.

 „Við píratar dulkóðum öll okkar gögn eins mikið og hægt er, en það er alveg rétt að þingmenn ættu að fara varlega í að taka með sér vinnusíma og fartölvur í ferðalög erlendis.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar – Tímamótasamningur fyrir hálfri öld

Björn Jón skrifar – Tímamótasamningur fyrir hálfri öld
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Af hverju í ó­sköpunum er ekki ráðist að rót vandans?“ spyr Sigmundur Ernir

„Af hverju í ó­sköpunum er ekki ráðist að rót vandans?“ spyr Sigmundur Ernir
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Talið öruggt að Kristrún bjóði sig fram til forystu hjá Samfylkingunni

Talið öruggt að Kristrún bjóði sig fram til forystu hjá Samfylkingunni
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Þjóðirnar tvær í landinu búa við mismunandi aðstæður segir Ragnhildur – „Alþýðan sem fær e.t.v. brauðmola“

Þjóðirnar tvær í landinu búa við mismunandi aðstæður segir Ragnhildur – „Alþýðan sem fær e.t.v. brauðmola“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Bændasamtökin telja sig vita lausnina á vanda Úkraínu – Tilbúin að veita aðstoð í málinu

Bændasamtökin telja sig vita lausnina á vanda Úkraínu – Tilbúin að veita aðstoð í málinu
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Meirihlutinn telur hvalveiðar skaða orðspor landsins

Meirihlutinn telur hvalveiðar skaða orðspor landsins