fbpx
Miðvikudagur 06.júlí 2022
Eyjan

Xi Jinping vill ekki líkjast Bangsímoni

Egill Helgason
Mánudaginn 6. ágúst 2018 00:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður skyldi halda að bangsinn glað- og gæflyndi, Bangsímon – eða Winnie-the-Pooh eins og hann heitir á frummálinu geti varla verið ógn við neinn, hvað þá voldugt ríki eins og Kína. En Kínverjar hafa samt ákveðið að banna Bangsímon. Bannið nær til nýrrar kvikmyndar sem fjallar um Bangsímon og vin hans Jakob – myndin er gerð af Disney og hefur fengið alveg ágæta dóma. En undir það falla líka myndir af Bangsímoni á samskiptamiðlum.

Ástæðan er ekki stjórnmálalegs eða siðferðislegs eðlis, heldur snýst þetta einungis um hégóma Xi Jinping, forseta Kína. Menn hafa nefnilega talið sig sjá ákveðin líkindi með honum og Bangsímoni og það fer í taugarnar á kínverska leiðtoganum.

Sumir aðrir myndu kannski vera upp með sér af því að líkjast svo ágætum bangsa – en það á ekki við um hinn valdamikla Xi.

Meðal annars var bent á líkindin þegar Xi hitti Obama Bandaríkjaforseta. Og aftur þegar hann hitti Abe, forsætisráðherra Japans. En Xi finnst þetta semsagt hvorki sniðugt né skemmtilegt. Og því sætir Bangsímon blessaður ritskoðun í Kína.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar – Tímamótasamningur fyrir hálfri öld

Björn Jón skrifar – Tímamótasamningur fyrir hálfri öld
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Af hverju í ó­sköpunum er ekki ráðist að rót vandans?“ spyr Sigmundur Ernir

„Af hverju í ó­sköpunum er ekki ráðist að rót vandans?“ spyr Sigmundur Ernir
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Talið öruggt að Kristrún bjóði sig fram til forystu hjá Samfylkingunni

Talið öruggt að Kristrún bjóði sig fram til forystu hjá Samfylkingunni
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Þjóðirnar tvær í landinu búa við mismunandi aðstæður segir Ragnhildur – „Alþýðan sem fær e.t.v. brauðmola“

Þjóðirnar tvær í landinu búa við mismunandi aðstæður segir Ragnhildur – „Alþýðan sem fær e.t.v. brauðmola“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Bændasamtökin telja sig vita lausnina á vanda Úkraínu – Tilbúin að veita aðstoð í málinu

Bændasamtökin telja sig vita lausnina á vanda Úkraínu – Tilbúin að veita aðstoð í málinu
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Meirihlutinn telur hvalveiðar skaða orðspor landsins

Meirihlutinn telur hvalveiðar skaða orðspor landsins